Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Suðurlandi / Þingvallavatn ION svæði
  • Þingvallavatn - ION svæði

    Meðal bestu svæðum í heiminum fyrir risa urriða

  • Þingvallavatn - ION svæði

    Meðal bestu svæðum í heiminum fyrir risa urriða

  • Þingvallavatn - ION svæði

    Meðal bestu svæðum í heiminum fyrir risa urriða

Þingvallavatn ION svæði

Þingvallavatn ION - Veiðistaðavefurinn

Þingvallavatn ION er svæði í Þinvallavatni sem er í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík.

Þingvallavatn er í um 100 m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 84 km2 að flatarmáli.  Mesta dýpi er um 114 m.   Vatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum.  Náttúrufegurð og saga gerir Þingvallavatn  einstakt meðal vatna landsins.  Mikið er að djúpum gjám í vatninu.

Í vatninu eru 4 tegundir af bleikju sem og víðfrægur urriðastofn.  Algeng stærð á bleikjunni er frá hálfu pundi upp í 3 pund.  Bleikjutegundirnar eru: Kuðungableikja, sílableikja, murta og gjámurta.  Bleikjuafbrigðin hafa þróast í vatninu á síðustu 10.000 árum.

ION svæðið svokallaða er í raun 2 svæði í Þingvallavatni, Þorsteinsvík og Ölfursvatnsós. Þessi 2 svæði er líkast til meðal bestu svæðum í heimi til að veiða risavaxna urriða, og veiðast margir allt að 20 punda urriðar á þessum svæðum á hverju ári. Athuga ber að Veiðikortið gildir ekki hér.

Þorsteinsvíkin hefur löngum verið fræg fyrir að halda miklum fjölda urriða, og er það vegna heitavatnsuppsprettum á svæðinu. Um er að ræða sandströnd enda í enda, og tiltölulega grunnt vatn.

Ölvusvatnsósinn er svo einn af hrygningarsvæðum urriðans, þar sem Ölvusvatnsá rennur í Ölfusvatnsvík í Þingvallavatni, og á hann það til að verða stappfullur af risavöxnum urriða. Þetta svæði nær alveg að Villingarvatnsárós sem er aðeins sunnar.

Veitt er á 4 stöngum á ION svæðinu út tímabilið sem nær frá 1. apríl til september, og er stöngunum skipt niður, 2 og 2 stangir á svæði, með skiptingu í hléi sem nær frá klukkan 2 til 3 eh.
Ef hinsvegar sami hópur er með allar stangir fá þeir að ráða hvernig þeir haga veiðinni.
Á ION svæðinu er sleppiskilda á öllum veiddum fiski.
Þingvallavatn ION er svæði í Þinvallavatni sem er í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100 m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 84 km2 að flatarmáli.  Mesta dýpi er um 114 m.   Vatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum.  Náttúrufegurð og saga gerir Þingvallavatn  einstakt meðal vatna landsins.  Mikið er að djúpum gjám í vatninu. Í vatninu eru 4 tegundir af bleikju sem og víðfrægur urriðastofn.  Algeng stærð á bleikjunni er frá hálfu pundi upp í 3 pund.  Bleikjutegundirnar eru: Kuðungableikja, sílableikja,…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Möguleiki á afla
Almenn ánægja

Frábært

Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Þingvallavatn ION – skemmtilegar myndir:

Vinsælar flugur:

 

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...