Þingvallavatn ION er svæði í Þinvallavatni sem er í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík.
Þingvallavatn er í um 100 m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 84 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er um 114 m. Vatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum. Náttúrufegurð og saga gerir Þingvallavatn einstakt meðal vatna landsins. Mikið er að djúpum gjám í vatninu.
Í vatninu eru 4 tegundir af bleikju sem og víðfrægur urriðastofn. Algeng stærð á bleikjunni er frá hálfu pundi upp í 3 pund. Bleikjutegundirnar eru: Kuðungableikja, sílableikja, murta og gjámurta. Bleikjuafbrigðin hafa þróast í vatninu á síðustu 10.000 árum.
ION svæðið svokallaða er í raun 2 svæði í Þingvallavatni, Þorsteinsvík og Ölfursvatnsós. Þessi 2 svæði er líkast til meðal bestu svæðum í heimi til að veiða risavaxna urriða, og veiðast margir allt að 20 punda urriðar á þessum svæðum á hverju ári. Athuga ber að Veiðikortið gildir ekki hér.
Þorsteinsvíkin hefur löngum verið fræg fyrir að halda miklum fjölda urriða, og er það vegna heitavatnsuppsprettum á svæðinu. Um er að ræða sandströnd enda í enda, og tiltölulega grunnt vatn.
Ölvusvatnsósinn er svo einn af hrygningarsvæðum urriðans, þar sem Ölvusvatnsá rennur í Ölfusvatnsvík í Þingvallavatni, og á hann það til að verða stappfullur af risavöxnum urriða. Þetta svæði nær alveg að Villingarvatnsárós sem er aðeins sunnar.
Ef hinsvegar sami hópur er með allar stangir fá þeir að ráða hvernig þeir haga veiðinni.
Umsögn Veiðistaðavefsins
Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Möguleiki á afla
Almenn ánægja
Frábært
Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.
Þingvallavatn ION – skemmtilegar myndir:
Vinsælar flugur: