Fellsendavatn er á hálendinu við hlið Þórisvatns í um 170 km fjarlægð frá Reykjavík, og í aðeins 19 km fjarlægð frá Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum.
Vatnið er þokkalega stórt, tvískipt, um 1.7 km2 að flatarmáli og liggur í um 530 metrum yfir sjávarmáli.
Þetta er í raun það vatn sem fyrst komið er að þegar keyrt er til Veiðivatna frá Hrauneyjum, en í vatnið var sleppt urriðaseiðum sem hafa fengið að dafna.
Veiðin getur verið upp og ofan, stundum góð, en urriðinn í vatninu er nokkuð vænn, eða allt að 6 ~ 7 pund, og yfirleitt ekki minni en um 2 pund.
Vatnið hefur verið nokkuð vinsælt á veturna einnig þar sem leyfð er veiði í gegnum ís. Oft hafa veiðimenn gert góða veiði þannig í Fellsendavatni.
Ágætis veiði er hægt að gera meðfram allri ströndinin sem fyrst er komið að þegar ekið er frá Hrauneyjum.
Þessi svæði eru miklar náttúruperlur og eru veiðimenn sérstaklega hvattir til að ganga vel um umhverfið, aka ekki utan slóða og skilja ekki sorp eftir sig.
Aðkoman að vatninu er nokkuð góð og hægt er að keyra alveg niður að vatninu, en þó ber að athuga að sandurinn getur verið laus og því gætu litlir fólksbílar fest sig.
Leyfilegt er að veiða með flugu, beitu, og spón í Fellsendavatn, og enginn kvóti hefur verið settur.
Upphafsmynd: Hans van Klinken
Umsögn Veiðistaðavefsins
Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Möguleiki á afla
Almenn ánægja
Ágætt
Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.
Fellsendavatn – vinsælar flugur