Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Hörgá í Hörgárdal
  • Hörgá

    Veiðiperla í Eyjafirði

Hörgá í Hörgárdal

Hörgá - Veiðistaðavefurinn

Hörgá er sameinað vatnsfall Öxnadalsáar og Hörgár í Hörgárdal í Eyjafirði í um 380 km fjarlægð frá Reykjavík, en einungis í skotspöl frá Akureyri, eða í um 12 km vegalengd. Frá ármótum Hörgár og Öxnadalsáar er áin um 17 km löng allt að ós við Eyjafjörð, en á leiðinni eru margir lækir og sprænur sem sameinast ánni. Frá upptökum er hún hinsvegar um 50 km löng, og er því þriðja stærsta áin sem rennur í Eyjafjörð. Einungis Fnjóská og Eyjafjarðará eru stærri.

Þetta er í raun áin sem keyrt er meðfram þegar keyrður er þjóðvegur 1 til Akureyrar og komið er niður í Öxnadal úr Skagafirði.

Hörgá á upptök sín upp á hálendinu, er talin vera dragá og er nokkuð mikið vatnsfall og á hún það til að verða jökullituð á vissum árstímum vegna áhrifa frá hliðarám.

Hörgá er talin vera með öflugri silungsveiðiám sem hægt er að komast í færi við og hefur fest sig sem ein af betri sjóbleikjuám landsins með mikla meðalveiði, en á árunum 2000 til 2008 var meðalveiðin um 1040 fiskar á ári.

Í Hörgá veiðist aðallega sjóbleikja sem fer að ganga í ánna í júlímánuði og nær hámarki í ágúst, en einnig eru þarna staðbundnir urriðar, þó ekki séu þeir í miklu magni, og svo slangur af laxi ár hvert.
Algeng stærð á sjóbleikjunni í Hörgá er frá hálfu pundi og allt að 3 pundum.

Hörgá er skipt í 7 veiðisvæði og veiða 2 stangir hvert svæði út tímabilið sem nær frá 1. maí fram í september ár hvert.

Leyfilegt er að veiða með flugu, maðk, og spón frá 20. maí, til loka tímabils.
Fyrir þann tíma er einungis heimil fluguveiði, og er þá sleppiskylda á öllum fiski.

Nokkuð gott aðgengi er að flestum veiðistöðum í Hörgá og hægt að komast á bíl nálægt flestum stöðum.
Athuga ber að ekkert veiðihús er við Hörgá, en nágrennið býður upp á heilmikla möguleika til gistingar, enda skotspölur inn á Akureyri.

Hörgá – Skemmtilegar myndir:

Vinsælar flugur:

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...