Sog – Bíldsfell

Bíldsfellssvæðið er á vestari bakka Sogsins og nær frá Ljósafossvirkjun niður undir Torfastaði og er veitt á þrjár stangir út tímabilið sem nær frá 1. apríl til loka maí ár hvert, en þá tekur laxveiðitímabilið við.

Bíldsfellssvæðið hefur fyrir löngu sannað sig sem frábært bleikjuveiðisvæði. Gjarna hefur veiðst mjög vel í vorveiðinni á svæðinu. Margir veiðimenn heimsækja svæðið eingöngu til að gera út á bleikjuna.

Ef ekið er frá Reykjavík er beygt til vinstri upp Biskubstungnabraut, áður en komið er að brúnni yfir Sogið hjá Þrastarlundi er beygt til vinstri upp Grafningsveg. Keyrt er áfram að afleggjaranum að Bíldsfelli ca 4,8 km og er hann á hægri hönd. Sá afleggjari er ekinn alveg niður að á, þar sem veiðihúsið stendur.

Veiðileyfi eru seld frá nokkrum aðilum, og fylgir veiðihús með keyptu veiðileyfi.

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...