Áhugaverð svæði
Heim / Laxveiði / Laxveiði á Suðurlandi / Sogið – Bíldsfell

Sogið – Bíldsfell

Bíldsfellssvæðið er á vestari bakka Sogsins og nær frá Ljósafossvirkjun niður undir Torfastaði.

Ef ekið er frá Reykjavík er beygt til vinstri upp Biskubstungnabraut, áður en komið er að brúnni yfir Sogið hjá Þrastarlundi er beygt til vinstri upp Grafningsveg. Keyrt er áfram að afleggjaranum að Bíldsfelli ca 4,8 km og er hann á hægri hönd. Sá afleggjari er ekinn alveg niður að á, þar sem veiðihúsið stendur.

Bíldsfellssvæðið er einstakt í sinni röð og í huga margra er Bíldsfell einn samfelldur veiðistaður. Veiðilegir strengir, straumbrot og ólgur eru óteljandi og veiðimenn því ævinlega „rétt byrjaðir“ þegar veiðiferð lýkur.

Veiðileyfi eru seld frá nokkrum aðilum og fylgir notalegt veiðihús með nýju svefnherbergjum og stórum palli.
Einnig er á svæðinu mikið af bleikju sem getur verið mjög stór. Margir veiðimenn heimsækja svæðið eingöngu til að gera út á bleikjuna.

Í Soginu máttu eiga von á 20 pundurum, það veiðast nokkrir slíkir flest sumur.

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Hólsá – Borgarsvæði

Hólsá – Borgarsvæði er þekkt veiðisvæði neðst í vatnakerfi Rangánna, og tekur við frá neðsta ...