Heim / Laxveiði / Laxveiði á Suðurlandi / Hólsá – Vesturbakki

Hólsá – Vesturbakki

Hólsá – Vesturbakki er þekkt veiðisvæði neðst í vatnakerfi Rangánna, og tekur við frá neðsta svæði Hólsá – Borgarsvæði, sem er gamla neðsta svæði Ytri Rangár.
Svæðið er í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík, en ekið er niður Þykkvabæjarveg áður en komið er inn á Hellu.

Svæðið hefur hingað til verið veitt með 4 stöngum, en með breytingum er það nú veitt með 2 stöngum, og er verðum á leyfum stillt í hóf.
Ekkert veiðihús fylgir svæðinu. Mikið framboð er af allskyns gistimöguleikum á svæðinu.
Hér er frábær veiðivon því allur lax sem gengur upp í Ytri og Eystri Rangár ganga hér í gegn.

Veiði s.l. ár. 2008 570 laxar, 2009 633 laxar, 2010 430 laxar, 2011 291 laxar, 2012 137 laxar 2013, 276 laxar 2014, 178 laxar

x

Check Also

Sog – Alviðra

Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd ...