Silungatjörn

Silungatjörn og Selvatn eru nálægt höfuðborgarsvæðinu í nágrenni við Hafravatn.
Til að komast að vatninu er ekinn Hafravatnsvegur, eða Geithálsvegur í áttina að Nesjavallavegi. Þaðan er beygt til austurs við afleggjara við hestamiðstöðina.

Selvatn liggur þar eftir vegi hjá sumarbústaðabyggð.

Silungatjörn er er svo staðsett fyrir ofan miðdal, og gilda veiðileyfi í Selvatn einnig þar.

Seldar eru 10 stangir á dag út tímabilið, sem nær frá 1. apríl til 20. september, og er leyfilegt að veiða með flugu, maðk, og spón.
Hentugt er að veiða þarna með hefðbundini 9~10′ einhendum fyrir línu 4-8.

Vinsælar flugur eru m.a. Tailor, Pheasant Tail, og Mobuto.
Straumflugur eru einnig sterkar en það er mikið um hornsíli í vatninu.

Umsjónamaður/ Veiðivörður: Einar Tryggvasson S:566 6966 / 863 0020
Nánari Upplýsingar: Einar Tryggvasson S:566 6966 / 863 0020

Upphafsmynd: ferlir.is

x

Check Also

Voli – veiði nærri Selfossi

Voli er í nágrenni Selfoss og tekur einungis um 10 mín að keyra í Vola frá Selfossi til austurs. Svæðið er mjög stórt, eða með ...