Áhugaverð svæði

Selvatn

Selvatn er á Miðdalsheiði, í um 20km fjarlægð frá Reykjavík, og liggur í smá kvos sem veitir skjól fyrir veðri og vindum af Mosfellsheiðinni.
Þetta vatn er 0.38 km² að stærð og hefur mælst dýpst um 40 m, en það liggur í 131 m yfir sjávarmáli.

Gudduós nefnist ósinn þar sem lítil á rennur úr vatninu, en þessi á sameinast svo Hólmsá sem rennur í Elliðavatn.
Einhver veiði er í Selvatni,og er silungurinn þarna sagður vel vænn, allt að 4 punda fiskar, mest bleikja, en einhver urriði líka.

Ekki er vitað með sölu veiðileyfa í Selvatn, en heyrst hefur að veiðileyfi hafi áður verið seld í gegnum agn.is, og giltu þá veiðileyfin í Selvatn einnig í Silungatjörn.

Vinsælar flugur má telja upp Tailor, Pheasant Tail, Mobuto, Krókurinn, Peacock, auk ýmissa straumflugna, s.s. Gray Ghost, en mikið er af hornsílum í vatninu.

Umsjónamaður/ Veiðivörður: Einar Tryggvasson S:566 6966 / 863 0020
Nánari Upplýsingar: Einar Tryggvasson S:566 6966 / 863 0020

Fish Partner

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Voli

Voli er í nágrenni Selfoss og tekur einungis um 10 mín að keyra í Vola ...