Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Hvolsá & Staðarhólsá

Hvolsá & Staðarhólsá

Hvolsá og Staðarhólsá eru ákaflega skemmtilegar 4 stanga ár sem eru þekktar fyrir sjóbleikjuveiði í Saurbæ í Dalasýslu, í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík.
Staðarhólsá á upptök sín á Sælingsdalsheiði og Hvolsá á upptök sín í Brekkudal sem Brekkudalsá. Einnig ber Staðarhólsá nafnið Hvammadalsá í upptökum sínum, en sameinaðar heita þær svo Hvolsá, sem er sjálf um 9 km löng, en þær falla svo í Gilsfjörð.

Staðarhólsá er laxgeng um 7.5 km vegalengd og hefur meðalveiði verið í kringum 190 laxar á síðustu 10 árum.
Árnar eru þekktari sem sjóbleikjuár og hefur veiðin farið yfir þúsund fiska á sínum bestu árum.

Tímabilið í Hvolsá og Staðarhólsá nær frá 1. maí og nær til 30. september.
Veitt er á 4 stangir og leyfilegt er að veiða á bæði flugu og maðk allt tímabilið.

Afnot af veiðihúsinu Árseli fylgir með seldum veiðileyfum, en veiðihúsið er ákaflega notarlegt með 6 herbergjum þar sem gistiaðstaða er fyrir 8 manns, og öllum helstu þægindum. Veiðihúsið er tæplega þrjátíu kílómetra frá Búðardal, vestan við Svínadal.

x

Check Also

Núpá í Núpárdal

Núpá er dragá sem á upptök sín á hálendinu ofan Núpdals og leynir verulega á sér. Áin á sameiginlegan ós með Haffjarðará á Löngufjörum við ...