Heim / Laxveiði / Laxveiði á Norðurlandi / Húseyjarkvísl í Skagafirði

Húseyjarkvísl í Skagafirði

Húseyjarkvísl - Veiðistaðavefurinn

Húseyjarkvísl er í Skagafirði í um 290 km fjarlægð frá Reykjavík, rétt við Varmahlíð, á upptök sín sunnan við Mælifellshnjúk á hálendinu, og fellur í vestari kvísl Héraðsvatna. Áin hlykkjast í gegnum þetta mikla söguhérað landsins í stórbrotnu umhverfi, og er laxgeng allt að Reykjafossi.
Ofan Reykjafossar kallast áin Svartá.

Húseyjarkvísl, með sitt 12 km langa silungasvæði, hefur fest sig í sessi sem ein af bestu og gjöfulustu sjóbirtingsám landsins, og eru boltarnir sem koma á agn veiðimanna ár hvert fjölmargir. Helst er Húseyjarkvíslin þekkt sem sjóbirtingsá, en þar veiðast einnig fallegir laxar, urriði og bleikja. Meðalveiði síðstu ára er um 650 silungar sem telst allgott.

Í Húseyjarkvísl er veitt á 3 stangir á sjórbirtingstímanum sem nær frá 1. apríl til 24. júní, og svo aftur frá 25. september til 20. október ár hvert.
Þar á milli er veitt á 2 stangir.

Í Húseyjarkvísl eru veiðireglurnar þær að einungis er veitt á flugu, og öllum fiski skal sleppt aftur, og er það eflaust ástæða þess að jafn stórir sjóbirtingar eru að veiðast í ánni ár hvert eins og raun ber vitni, en allt að 96 cm langir sjóbirtingar hafa komið á agn veiðimanna í ánni.
Notarlegt veiðihús með flestum þægindum fylgir seldum veiðileyfum þar sem veiðimenn geta komið sér fyrir í þremur tveggja manna herbergjum, auk svefnlofts, og slakað á í heitum potti í lok veiðidags.

Upphafsmynd: Þorsteinn Stefánsson

Húseyjarkvísl – skemmtilegar myndir:

x

Check Also

Blanda 2, Austur-Húnavatnssýslu

Blanda 2 er annað svæðið í Blöndu, sem er jökulá í Austur-Húnavatnssýslu á Norðvesturlandi og rennur í gegnum Blönduós, í um 240 km fjarlægð frá ...