Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Grjótá og Tálmi

Grjótá og Tálmi

Grjótá og Tálmi eru á Mýrum og renna í Hítará að austanverðu rétt fyrir ofan þjóðveginn í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík.

Veiðisvæði Tálma nær niður að ármótum Melsár og svæðið í Grjótá er öll áin að efstu tveimur veiðistöðunum undanskyldum.

Grjóta og Tálmi er skemmtilegt svæði sem gefur oft mjög góða veiði og hafa undanfarin ár hafa verið afar góð á svæðinu, jafnvel á hrunárinu 2012 hélt þetta svæði sínu og vel það. Blandað agn, tvær stangir og gott veiðihús gerir þetta að fullkomnu svæði fyrir litla hópa og fjölskyldur.

Áin Tálmi er hliðarár Hítarár og fellur í Hítará rétt ofan Langadráttar. Grjótá fellur hins vegar í Tálma.
Náttúrufegurð er mikil á svæðinu og þarna er að finna marga veiðistaði sem henta vel fyrir alla fjölskylduna en þess ber að geta að svæðið, sér í lagi umhverfi Grjótár, getur reynst erfitt yfirferðar ungum börnum.

Veitt er á 2 stangir í Grjótá og Tálma og nær tímabilið frá 19. júní til 21. september.

x

Check Also

Skuggi – Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. ...