Í ánni, sem geymir sjálfstæðan laxastofn, getur oft gert ágætis laxveiði, og endaði árið 2015 til að mynda með um 200 laxa.
Þetta er ekki mikið vatnsfall og á það til að þorna verulega upp á þurrkasumrum, og þá sér í lagi efri hluti árinnar. Neðri hlutinn er hinsvegar mun dýpri með marga djúpa ála og hyli þar sem fiskurinn getur leynst.
Oft getur verið líflegt á neðstu stöðum, enda virðist allt lifna við þegar flæðir að.
Gufuá rennur svo til sjávar við ósa Hvítár.
Í ánni er leyfilegt að veiða með flugu, maðk, og spón allt tímabilið sem nær frá 21. júní til 20. september ár hvert.
Ekki er neinn sérstakur kvóti á veiði í Gufuá og mega veiðimenn því hirða allan afla, en þó er biðlað um að sýna hófsemi.
Upphafsmynd fengin að láni frá Skessuhorni
Gufuá – veðið á svæðinu: