Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Gufuá í Borgarfirði
  • Gufuá

    Ágæt tveggja stanga laxveiðiá í Borgarfirði

Gufuá í Borgarfirði

Gufuá - Veiðistaðavefurinn

Gufuá er lítil tveggja stanga bergvatnsá í Borgarfirði í um 77 km fjarlægð frá Reykjavík.
Í ánni, sem geymir sjálfstæðan laxastofn, getur oft gert ágætis laxveiði, og endaði árið 2015 til að mynda með um 200 laxa.

Þetta er ekki mikið vatnsfall og á það til að þorna verulega upp á þurrkasumrum, og þá sér í lagi efri hluti árinnar. Neðri hlutinn er hinsvegar mun dýpri með marga djúpa ála og hyli þar sem fiskurinn getur leynst.
Oft getur verið líflegt á neðstu stöðum, enda virðist allt lifna við þegar flæðir að.

Gufuá rennur svo til sjávar við ósa Hvítár.

Í ánni er leyfilegt að veiða með flugu, maðk, og spón allt tímabilið sem nær frá 21. júní til 20. september ár hvert.
Ekki er neinn sérstakur kvóti á veiði í Gufuá og mega veiðimenn því hirða allan afla, en þó er biðlað um að sýna hófsemi.

Lítið og notarlegt veiðihús fylgir seldum veiðileyfum  sem veiðimenn geta nýtt sér.

Upphafsmynd fengin að láni frá Skessuhorni

Gufuá – veðið á svæðinu:

x

Check Also

Skuggi – Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. ...