Heim / Laxveiði / Laxveiði á Norðurlandi / Gljúfurá í Húnavatnssýslu

Gljúfurá í Húnavatnssýslu

Gljúfurá - Veiðistaðavefurinn

Gljúfurá er tveggja stanga bergvatnsá í Húnaþingi á Norðvesturlandi, í um 250 km fjarlægð frá Reykjavík, mitt á milli Víðidals og Vatnsdals, og í raun skilur á milli A-Húnavatnssýslu og V-Húnavatnssýslu.

Áin rennur um hrikalegt umhverfi frá upptökum sínum í sunnanverðu Víðdalsfjalli, í um 28 km vegalengd og fellur í Hópið. Áin er hinsvegar fiskgeng um 10 km vegalengd frá ósi Hópsins.
Þjóðvegurinn liggur yfir hana og vekur áin alltaf athygli sökum gljúfursins sem hún fellur í, en nafnið er dregið frá þessu gljúfri.

Þetta er ein þessara laxveiðiáa sem margir veiðimenn telja ekki gullmola við fyrstu sín, en er þekkt fyrir mikla meðalþyngd, eða um 8 pund. Ekki veiðist þó eingöngu lax í Gljúfurá því við ósinn í Hópið er töluvert mikil bleikjuveiði sem margir sækjast í.
Meðalveiði í Gljúfurá á árunum 2008 til 2013 var 75 laxar á ári, mest árið 2009 þegar veiddust 113 laxar.

Gljúfurá er einstaklega falleg og áhugaverð veiðiá þar sem boðið er bæði upp á lax og bleikju, með fína fluguveiðistaði á mörgum stöðum.

Veitt er á 2 stangir í ánni og er alger sleppiskylda á öllum fiski, og hefur verið undanfarin ár.
Lítið og þokkalegt veiðihús fylgir veiðileyfum þar sem að lágmarki 4 geta sofið, og flest áhöld og tæki til að láta fara vel um sig.

Gljúfurá – skemmtilegar myndir:

Vinsælar flugur:

x

Check Also

Blanda 2, Austur-Húnavatnssýslu

Blanda 2 er annað svæðið í Blöndu, sem er jökulá í Austur-Húnavatnssýslu á Norðvesturlandi og rennur í gegnum Blönduós, í um 240 km fjarlægð frá ...