Fljótaá er sjóbleikju og laxveiðiá í Holtshreppi í Fljótum í Skagafjarðarsýslu í um 440 km fjarlægð frá Reykjavík og um 25 km fjarlægð frá Siglufirði.
Þetta er 8 km löng 4 stanga laxveiðiá sem einnig er mjög þekkt fyrir góða bleikjuveiði og á upptök sín í Stífluvatni.
Veiðisvæðið sjálft er um 5 km langt og eru merktir veiðistaðir um 65 með nokkuð góðu aðgengi að flestum stöðum.
Það er ágæt laxagengd í Fljótaá og sjóbleikjuveiðin hefur oft verið segð með þeirri bestu á landinu.
Bæði staðbundin og sjógengin bleikja er í ánni.
Veiði síðustu ára hafa verið frá 200 til tæplega 500 laxar og bleikjuveiðin hefur verið á milli 1000 ~ 2000.
Eingöngu er leyfð veiði á flugu í Fljótaá út tímabili sem nær frá júlí og fram í september ár hvert og skal öllum laxi sleppt aftur. Hinsvegar má hirða bleikjur í hófi.
Þetta er uppgert ibúðarhús og er mjög vel búið til að veiðimönnum líði vel.
Vinsælar flugur í Fljótaá