Eystri Rangá

Eystri Rangá er á suðurlandi í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík og rétt við Hvolsvöll. Þetta er um 60 km löng lindá sem á upptök sín við Tindafjallajökul á hálendinu. Hún er hinsvegar fiskgeng um 22 km vegalengd, eða allt að Tungufossi hjá Árgilsstöðum.
Eystri Rangá sameinast Þverá um 5 km. austan við ármót Ytri Rangár og Þverár.

Þetta er mikið 30m rúmm. /sek vatnsfall og er með sterk dragáreinkenni og verður stundum jökullituð ef þannig viðrar.

Meðalveiði í Eystri Rangá síðastliðin 5 árin er um 3500 laxar og síðustu 10 ára um 4600 laxar sem gera Eystri Rangá að einni allra bestu laxveiðiám landsins með margan stórlaxinn sem hefur fallið fyrir agni veiðimannsins.
Þess má geta að árið 2008 veiddust þar 7013 laxar.

Veiðitímabilið í Eystri Rangá hefst 1. júlí og líkur 20. október og er leyfilegt að veiða á flugu, maðk, og spón allt tímabilið.
Hægt er að versla einn dag í senn eða tveggja- eða fleiri daga holl.

Áni er skipt upp í 9 svæði og er leyfðar 18 stangir sem er skipt niður 2 á hvert svæði.

Gistimöguleikar eru margir við Eystri Rangá, og meðal annars er glæsilegt veiðihús við ánna þar sem hægt er að kaupa gistingu utan skyldugistitíma.

Skemmtilegar myndir frá svæðinu:

x

Check Also

Sog – Alviðra

Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd ...