fbpx
Svæði sem vert er að skoða
Heim / Gullskráningar / Brúará Sel
 • Brúará fyrir landi Sels

  Skemmtileg andstreymis bleikjuveiði með laxavon

 • Brúará fyrir landi Sels

  Skemmtileg andstreymis bleikjuveiði með laxavon

 • Brúará fyrir landi Sels

  Skemmtileg andstreymis bleikjuveiði með laxavon

 • Brúará fyrir landi Sels

  Skemmtileg andstreymis bleikjuveiði með laxavon

Brúará Sel 5/5 (1)
5/51

Brúará Sel - Veiðistaðavefurinn

Brúará Sel er svæði í Brúará sem tilheyrir bænum Sel og er á suðurlandi í 85 km fjarlægð frá Reykjavík. Hún er önnur stærsta lindá landsins og er um 38 km löng og sameinast Hvítá fyrir neðan Iðu.

Veitt er frá nokkrum stöðum við Brúará, s.s. Spóastöðum, Sel, Efri og Syðri Reykjum, Böðmóðsstöðum.

Til að komast að bænum Sel er beygt er til vinstri rétt áður en farið er yfir brúna við Brúará, upp Hagaveg (3630) og er Sel fyrsti bærinn sem komið er að.

Veiðisvæðið Brúará Sel er um 4.6 km kafli á vesturbakka Brúarár, og nokkuð gott aðgengi er að flestum veiðistöðum.
Helst veiðist bleikja hér sem getur orðið allvæn, en þó er hér einnig urriði, sjóbirtingur, og stöku lax kemur einnig á færi veiðimanna hér af og til, en ekki fyrir svo löngu kom upp 87cm, 14 punda lax hérna.

Margir hafa gert ævintýralega góða veiði í Brúará, en mest veiða menn á litlar púpur andstreymis þegar egnt er fyrir bleikjuna.

Bakkinn gegnt Seli tilheyrir bænum Spóastöðum, og þar er ekki leyfilegt að veiða ef verslað er leyfi hjá Sel.
Upplýsingar um veiðisvæðið og veiðileyfi er hægt að fá á bænum Sel í síma 4864441, eða með því að banka uppá á bænum þegar haldið er til veiða.

Brúará Sel – vinsælar flugur:

Ein umsögn

 1. Avatar
  Árni Kristinn Skúlason

  Mitt uppáhaldssvæði í ánni, paradís fyrir fluguveiðimenn.
  Stórt svæði sem hefur ólíka hylji, fallegt landslag og geymir fallega fiska.
  Frábær meðalstærð, mest bleikja en finnst oft vænn urriði.
  Enginn vegur er meðfram ánni en unnið er í veiðistaðamerkingu.

  5/5

  5/5

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*