Heim / Laxveiði / Laxveiði á Suðurlandi / Affall í Landeyjum
 • Affall í Landeyjum

  Boltalaxar í hverjum hyl

 • Affall í Landeyjum

  Boltalaxar í hverjum hyl

 • Affall í Landeyjum

  Boltalaxar í hverjum hyl

 • Affall í Landeyjum

  Boltalaxar í hverjum hyl

 • Affall í Landeyjum

  Boltalaxar í hverjum hyl

Affall í Landeyjum

Affallið - Veiðistaðavefurinn

Affallið er lítil og tær bergvatnsá sem er staðsett rétt austan Hvolsvallar, í um 120 km fjarlægð frá Reykjavík, og rennur milli austur og vestur Landeyja.

Vegna tengsla við Markarfljót var Affallið áður fyrr mjög jökullitað, en eftir fyrirhleðslur uppi á Markarfljótsaurum hefur það breyst mikið til batnaðar og er orðin tær bergvatnsá.

Lax er ræktaður í Affallinu og veiðast þar árlega um 700 laxar sem margir hverjir teljast stórlaxar, eða frá 85 til 95 cm langir.
Þetta mun teljast góð veiði þar sem einungis er veitt á 4 stangir í Affallinu á dag.

Stangirnar fjórar skipta á milli sín rúmlega 20 km veiðisvæði og um 77 merktum veiðistöðum, alveg frá ósi og upp að þjóðveg.
Einna frægastir eru Kanastaðahylur #60, en það er efri sleppitjörn, og #10 sem er neðri sleppitjörnin. Einnig eru hylir eins og #21 sem geta gefið gríðarvæna laxa.

Einnig hefur sjóbirtingur alltaf gengið í ána. Bleikja finnst þar einnig í litlum mæli.

Leyfilegt agn í Affallið er fluga og maðkur út tímabilið sem nær frá 1. júlí til 27. október.

Rúmgott veiðihús fylgir keyptum veiðileyfum, en það er staðsett á bænum Krossi að austanverðu við Affallið.
Aðstaðan saman stendur af 4 rúmgóðum svefnherbergjum fyrir 8 manns, rúmgóðri stofu og eldhúsi, salerni og sturtu. Gasgrill er til staðar og einnig frystikista undir afla.
Áður en veiði hefst og þegar veiði er lokið skal mæta í veiðihús Veiðifélagsins við Eystri Rangá á svæði 4 en skráning afla fer fram þar í veiðibók.
Affallið er lítil og tær bergvatnsá sem er staðsett rétt austan Hvolsvallar, í um 120 km fjarlægð frá Reykjavík, og rennur milli austur og vestur Landeyja. Vegna tengsla við Markarfljót var Affallið áður fyrr mjög jökullitað, en eftir fyrirhleðslur uppi á Markarfljótsaurum hefur það breyst mikið til batnaðar og er orðin tær bergvatnsá. Lax er ræktaður í Affallinu og veiðast þar árlega um 700 laxar sem margir hverjir teljast stórlaxar, eða frá 85 til 95 cm langir. Þetta mun teljast góð veiði þar sem einungis er veitt á 4 stangir í Affallinu á dag. Stangirnar fjórar skipta á milli sín…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að veiðistöðum
Umhverfi
Möguleiki á afla

Frábært

Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Affallið – Vinsælar flugur:

x

Check Also

Sog – Alviðra

Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd ...