Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Suðurlandi / Jónskvísl & Sýrlækur

Jónskvísl & Sýrlækur

Jónskvísl er afskaplega falleg lítil á í um 285 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 12 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Beygt til hægri af þjóðvegi nr. 1 rétt áður en farið er yfir Skaftárbrúna og er um 10 mínútna keyrsla þar sem keyrt er yfir árnar Grenlæk, Sýrlæk og Jónskvísl áður en beygt er til vinstri að heimreiðinni að Fossum og Arnardranga. Sýrlækur er lítill lækur sem rennur í Jónskvísl, og saman renna þær svo í Grenlæk. Sjóbirtingur gengur upp í Jónskvísl í gegnum Grenlæk og gengur hann einnig inn í Sýrlæk sem ekki má vanmeta vegna smæðar en árlega…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að veiðistöðum
Umhverfi
Almenn ánægja

Mjög gott

Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Jónskvísl er afskaplega falleg lítil á í um 285 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 12 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri.
Beygt til hægri af þjóðvegi nr. 1 rétt áður en farið er yfir Skaftárbrúna og er um 10 mínútna keyrsla þar sem keyrt er yfir árnar Grenlæk, Sýrlæk og Jónskvísl áður en beygt er til vinstri að heimreiðinni að Fossum og Arnardranga.

Sýrlækur er lítill lækur sem rennur í Jónskvísl, og saman renna þær svo í Grenlæk.

Sjóbirtingur gengur upp í Jónskvísl í gegnum Grenlæk og gengur hann einnig inn í Sýrlæk sem ekki má vanmeta vegna smæðar en árlega veiðast stórir fiskar í honum. Einnig er bleikja í Jónskvísl sem er yfirleitt stór eða frá 3 – 6 pund. Hún veiðist helst í júní til ágúst ár hvert.

Veiðileyfi eru seld frá nokkrum aðilum sem skipta á milli sín tímabilinu sem nær frá 20. júní til 20. október, og eru leyfðar 3 stangir á dag.

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...