Áhugaverð svæði
Heim / Silungsveiði / Silungur á Suðvesturlandi / Vífilsstaðavatn í Garðabæ
 • Vífilstaðavatn

  Skemmtileg silungsveiði í Garðabæ

 • Vífilstaðavatn

  Skemmtileg silungsveiði í Garðabæ

 • Vífilstaðavatn

  Skemmtileg silungsveiði í Garðabæ

 • Vífilstaðavatn

  Skemmtileg silungsveiði í Garðabæ

 • Vífilstaðavatn

  Skemmtileg silungsveiði í Garðabæ

Vífilsstaðavatn í Garðabæ

Vífilsstaðavatn - Veiðistaðavefurinn

Vífilsstaðavatn er í Garðabæ, austan við Vífilsstaði, er í 38 m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 0,27 km2 að flatarmáli.  Þetta litla vatn er mjög vinsælt meðal veiðimanna og þykir mörgum ómissandi að fara þangað á vorin til að fá fyrstu tökur ársins, en einnig til að fara yfir veiðibúnaðinn fyrir sumarið.
Þess má einnig geta, að Vífilsstaðavatn er tilvalið til að æfa fluguköst.

Í vatninu fæst einkum urriði og bleikja. Mest er um smábleikju, en einnig veiðist töluvert af stærri fiski, yfirleitt 1-2 pund. Fiskurinn úr vatninu er mjög góður matfiskur.

Heimilt er að veiða í öllu vatninu.  Best er að veiða sunnanmegin í vatninu, en einnig undir hlíðinni að norðaustanverðu.
ATHUGIÐ AÐ BANNAÐ ER AÐ VEIÐA Á MERKTU SVÆÐI NORÐANMEGIN Í VATNINU vegna verndunar Flórgoðans. – Sjá kort. hér til hliðar

Daglegur leyfilegur veiðitími er frá kl. 8 til kl. 24. allt tímabilið sem hefst 1. apríl og nær til 15. september, en jafnan veiðist best á vorin, í maí og júní.
Einnig er hægt að sækja um leyfi til dorgveiði á ís.  Dagsveiðileyfi er hægt að kaupa í Þjónustuveri Garðabæjar á Garðatorgi 7 á kr. 1.000.-

Löglegt agn á Vífilstaðavatni er fluga, maðkur og spónn.

Reglur: Vífilsstaðavatn var friðlýst þann 2. nóvember 2007 sem friðland. Vatnið er í eigu og umsjón Garðabæjar og nýtur ákvæða laga um friðýsingar sbr. lög um náttúruvernd nr. 44/1999. Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og fylgja leiðbeiningum á skiltum friðlandsins. Hundar skulu vera í bandi í friðlandinu og notkun vélbáta er óheimil. Sýna þarf Veiðikortið og persónuskilríki þegar veiðivörður vitjar veiðimanna. Algjört hundabann er í friðlandi Vífilsstaðavatns frá 15. apríl til 1. júlí.
Ekki er heimilt að tjalda við vatnið.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum: Erla Bil Bjarnardóttir, umhverfisstjóri Garðabæjar, S: 525-8588 og GSM: 820-8588

Vinsælar flugur:

Fish Partner

Ein umsögn

 1. Hef aldrei sett í fisk þarna og finnst staðurinn óttarlegur drullupollur. En það er bara mín skoðun, hef séð marga gera fína veiði þarna.

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Voli – veiði nærri Selfossi

Voli er í nágrenni Selfoss og tekur einungis um 10 mín að keyra í Vola frá Selfossi til austurs. Svæðið er mjög stórt, eða með ...