Vatnsdalsá

Vatnsdalsá - Veiðistaðavefurinn

Vatnsdalsá rennur um Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu í um 220 km fjarlægð frá Reykjavík. Hún er dragá, 74 km löng frá upptökum, sem gerir hana að 16. lengstu á landsins. Upptökin eru upp á Haukagilsheiði, og Grímstunguheiði þar sem hún safnar í sig vatni, og rennur svo niður í Vatnsdal, sem er rómaður fyrir mikla náttúrufegurð.
Fjölmargir lækir og ár renna í Vatnsdalsánna og gera hana að því vatnsfalli sem hún er, en þar á meðal eru Álka, Kornsá, og Tunguá.

Stangveiðar hófust í Vatnsdalsánni 1936 og og hefur í gegnum tíðina sannað sig sem ein af bestu og þekktustu laxveiðiám landsins, fræg fyrir stórlaxa, og oftar en ekki þá koma stærstu laxar ársins upp úr Vatnsdalsánni ár hvert.

Laxasvæði Vatnsdalsár, sem spannar um 20 km vegalengd, er skipt upp í 3 svæði, og eru leyfðar 6 stangir út tímabilið sem hefst 18. júní ár hvert. Það er því nóg rými fyrir veiðimenn að athafna sig í þeim 40 merktu veiðistöðum Vatnsdalsár. Mjög gott aðgengi er að veiðistöðum árinnar og lítill tími fer í akstur á milli veiðistaða.

Ánni er skipt upp í 5 veiðisvæði, og eins og fyrr segir eru um 40 merktir veiðistaðir í Vatnsdalsá, og þeim frægastur og gjöfulastur er Hnausastrengur, sem er á svæði 2, en hann er frægur á landsvísu.
Efsti veiðistaðurinn er svæði 5, sem er fyrir framan Stekkjarfoss. Þetta er sagður góður og skemmtilegur veiðistaður í gljúfrum Vatnsdalsár.
Svæði 2 og 4 eru auk svæðis 5 laxveiðisvæði, en svæði 1 og 3 eru silungasvæði að mestu, þó laxavonin sé mikil.

Eingöngu er veitt á flugu og skal öllum fiski sleppt aftur.
Veiðihúsið Flóðvangur er veiðihúsið fyrir laxveiðisvæði Vatnsdalsár, en það er staðsett vestan megin við Flóðið svokallaða og mega veiðimenn búast við að gista þar undir góðu yfirlæti, enda aðstaða eins og best verður á kosið.
2 rúm í hverju herbergi, og öll herbergi með sér baðherbergi með sturtu. Heitur pottur er fyrir utan, glæsileg setustofa, og notarlegur borðsalur þar sem framreiddur er morgun-, hádegis-, og kvöldverður.
Auk þessa er margt annað á staðnum til að öllum líði vel.

Vatnsdalsá – vinsælar flugur:

x

Check Also

Blanda 1 neðsta svæði Blöndu

Blanda 1 er neðsta svæði Blöndu, sem er jökulá í Austur-Húnavatnssýslu á Norðvesturlandi og rennur í gegnum Blönduós, í um 240 km fjarlægð frá Reykjavík. ...