Svæði sem vert er að skoða

Urriðakotsvatn

Urriðakotsvatn er lítið vatn fyrir ofan Setbergshverfið í Hafnarfirði en það tilheyrir samt Garðabæ.

Þetta er frekar lítið og grunnt vatn, með töluverðum botngróðri, sérstaklega þegar líður á sumarið.

Þónokkuð er af urriða í vatninu.

Ekki er vitað til þess að seld séu veiðileyfi í vatnið, en bæjaryfirvöld í Garðabæ geta gefið leyfi til veiðar.
Gott er einnig að tala við þá í Golfskálanum Setbergi áður en haldið er til veiða til að þeir séu meðvitaðir, þeir hafa hinsvegar ekki með veiðileyfi að gera.

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Langavatn á Langavatnsheiði

Langavatn er á Langavatnsheiði við hliðina á Hafravatni. Ekki er vitað um hvort veitt sé ...