Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Litlaá í Kelduhverfi
  • Litlaá í Kelduhverfi

    Veiðiparadís með risavaxna sjóbirtiinga

Litlaá í Kelduhverfi

Litlaá - Veiðistaðavefurinn

Litlaá er á Norðausturlandi í Kelduhverfi, um 55 km austan Húsavíkur, og í um 520 km fjarlægð frá Reykjavík. Þetta er bergvatnsá sem á upptök sín í Skjalftavatni og í lindum sem heita Brunnar við bæjinn Keldunes.

Vegna hitastigs í ánni sem er að öllu jöfnu um 10-12 gráður, eru skilyrðin einstaklega góð fyrir sjóbirtingsstofn árinnar, en hann er með þeim stærstu á landinu.

Einnig veiðist mikið af staðbundnum urriða og sjóbleikju á hverju ári.

Veitt er á 5 stangir í Litluá út tímabilið sem nær frá 1. apríl til 10. október.
Eingöngu er leyfð veiði á flugu og öllum fiski skal sleppt aftur.

Nokkuð góð aðkoma er að flestum stöðum í Litluá, en þó er betra að vera á jeppa á vissum stöðum.

Ýmsir kostir eru til gistinga í nágrenninu, þar á meðal er gistihúsið Keldunesi en þar er allt til alls fyrir alt að 12 manns.

Þarna má finna heitan pott, 6 tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum. Notaleg borðstofa og sjónvarpsstofa ásamt mjög góðri eldunaraðstöðu.

Upphafsmynd fengin af vef leigutaka Litluár

Litlaá – veðrið á svæðinu

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...