Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Skjálftavatn í Kelduhverfi
  • Skjálftavatn

    Flott veiðivatn í Kelduhverfi

Skjálftavatn í Kelduhverfi

Skjálftavatn - Veiðistaðavefurinn

Skjálftavatn er á Norðausturlandi í Kelduhverfi, um 60 km austan Húsavíkur, og í um 530 km fjarlægð frá Reykjavík. Þetta er eitt af stærstu vötnum landsins, um 9 km² að flatarmáli og liggur í um 15 m yfir sjávarmáli. Þetta er grunnt vatn, eða einungis um  2 ~ 3 m að dýpt, en það myndaðist í jarðhræringum árið 1976.

Úr vatninu rennur Stóraá sjávar í Öxarfirði.

Mikil og góð veiði er í Skjalftavatni, bæði urriði, sjóbirtingur og bleikja.
Góð aðkoma er að vatninu, en þar er veitt á 2 stangir út tímabilið sem nær frá 1. apríl og til 10. október.

Meðfram vatninu liggur þjóðvegur 85 og er því nokkuð góð aðkoma að vatninu.
Meðal góðra veiðistaða má telja vera út frá uppsprettum við svokallað Jonnatún við Tjarnaleitisrétt.

Veiðileyfi í Skjálftavatn er á forræði leigutaka Litluár, en Litlaá á einmitt upptök sín í Skjálftavatni. 5 stangir eru þá leyfðar í Litluá og 2 í Skjálftavatn.

Öllum fiski skal sleppt aftur, og eingöngu er leyfð veiði á flugu.
Ýmsir kostir eru til gistinga í nágrenninu, þar á meðal er gistihúsið Keldunesi en þar er allt til alls fyrir alt að 12 manns.

Þarna má finna heitan pott, 6 tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum. Notaleg borðstofa og sjónvarpsstofa ásamt mjög góðri eldunaraðstöðu.

Upphafsmynd fengin af vef leigutaka Litluár

Skjálftavatn – veðrið á svæðinu

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...