Áhugaverð svæði

Geldingatjörn

Geldingatjörn er lítið 0.6km² vatn í Mosfellsdal í um 25km fjarlægð frá Reykjavík.
Vatnið er í um 220 m. yfir sjávarmáli.

Vatnið var fisklaust þar til 1950, en þá tóku landareigendur sig til og byggðu stíflu, sem gerði það að verkum að lífskilyrði urðu með besta móti. Árið 1995 brast stíflan og mest allur fiskur dó í vatninu.
Árið 2000 var stíflan endurbyggð, og urriði úr Þingvallavatni settur í vatnið til ræktunnar. Þessi urriði er í dag orðinn sjálfbær.

Talsvert er að vænum 3p urriða í vatninu, en þó hafa veiðst stærri fiskar, allt að 16p í Geldingatjörn.

Veiðileyfi eru seld í vatnið, og almenningi er ekki heimiluð veiði þar nema með leyfi.

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Selvatn

Selvatn er á Miðdalsheiði, í um 20km fjarlægð frá Reykjavík, og liggur í smá kvos ...