Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Suðurlandi / Galtalækur í Landssveit
  • Galtalækur

    Viðkvæm en ægifögur urriðaperla

Galtalækur í Landssveit

Galtalækur - Veiðistaðavefurinn

Galtalækur er í Landssveit í um 110 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 35 km fjarlægð frá Hellu.
Galtalækur rennur um ægifagurt umhverfi og sameinast Ytri Rangá, en þess má geta að Galtalækjarskógur hefur oft verið kallaður paradís fjölskyldunnar þar sem blandast einstök náttúrufegurð og aðstaða til útivistar.

Til að komast að Galtalæk er tekinn afleggjari rétt áður en komið er til Hellu þegar komið er frá suðri, en afleggjarinn er merktur Galtalæk.
Ekið er alveg að bænum Galtalæk, um 30 km spöl, en leiðin niður að læknum er í gegnum bæjarhlaðið á Galtalæk.

Í Galtalæk er eru mjög vænir urriðar þar sem meðalvikt er um 3 pund sem gaman getur verið að egna fyrir hvort sem er með straumflugum eða litlum púpum.

Veiðisvæðið í Galtalæk nær frá brúnni við bæjinn Galtalæk og niður að efsta hluta urriðasvæðis Ytri Rangár.
Nokkuð góð aðkoma er að flestum stöðum, en þó þarf að notast við fjórhjóladrifsbíla.

Eingöngu er veitt á flugu í Galtalæk, og öllum fiski skal sleppt.
Veitt er á 2 stangir á dag, sem ávalt seljast saman, út tímabilið, sem nær frá 1. apríl til 20. september.

Ekkert veiðihús fylgir seldum veiðileyfum, en í Landsveit eru ýmsir möguleikar til gistingar, t.d. hjá Ferðaþjónustu Bænda.

Galtalækur – vinsælar flugur:

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...