• Hróarslækur

    Svo miklu meira en bara lækur

  • Hróarslækur

    Svo miklu meira en bara lækur

Hróarslækur

Hróarslækur - Veiðistaðavefurinn

Hróarslækur er lindá á upptök sín við rætur Heklu og er 25 km löng lækur sem vel mætti kalla á þar sem hann er þónokkuð vatnsmikill. Hann er rétt austan við Hellu í um klukkustundar aksturfjarlægð frá Reykjavík.

Hróarslækur er fiskgengur um 7 km vegalengd, fellur í Ytri Rangá rétt neðan Ægisíðufoss og er með um 22 merkta veiðistaði. Þar sem Hróarslækur er lindá er gott vatn í ánni allt tímabilið þó svo þurrkatíð sé á svæðinu.

Veitt er á 4 stangir í Hróarslæk út tímabilið sem nær frá 1. júlí til 20. október.
Leyfilegt er að veiða á flugu, maðk, og spón í læknum, með þeirri undantekningu að eingöngu er leyfilegt að veiða með flugu við ósa Ytri Rangár.

Veiðin í Hróarslæk hefur verið á bilinu 100 – 400 laxar á ári, en í gegnum tíðina hefur verið þarna einnig verið nokkur silungsveiði, bæði bleikja, urriði og sjóbirtingur. Lækurinn er samt flokkaður sem laxveiðiá, enda töluvert af gönguseiðum sem er sleppt í lækinn á hverju ári.

Ekkert veiðihús fylgir seldum veiðileyfum, en margir gistikostir eru í nágrenninu.

Hróarslækur – vinsælar flugur

x

Check Also

Sog – Alviðra

Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd ...