Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Suðurlandi / Fullsæll – á sem rennur í Brúará

Fullsæll – á sem rennur í Brúará

Fullsæll - Veiðistaðavefurinn

Fullsæll er á Suðurlandi í um 97 km fjarlægð frá Reykjavík, á upptök sín í Bjarnarfelli og Sandfelli og rennur í Brúará á milli Efri-Reykja og Syðri-Reykja.

Áin heitir að vísu bara Fullsæll síðasta spölinn í Brúará, en ofar heitir hann Andalækur, og eftir að Graflækur rennur saman við Andalæk heitir áin Fullsæll allt að Brúará.

Þetta er tiltölulega grunn og lituð á, og oft er nokkuð mikið slý í henni, en þó eru nokkrir fínir veiðistaðir í henni.

Það er töluvert mikið af fiski í Fullsæll, bæði bleikja og urriða sem oft eru á bilinu 1 ~ 2 pund, en þó eru þar eining stærri fiskar.

Leyfilegt er að veiða með flugu, maðk, og spón út tímabilið sem nær frá 1. apríl til loka september ár hvert.

Ekkert veiðihús, og engin aðstaða fylgir seldum leyfum.
Veiðileyfi eru seld frá tveimur bæjum, Syðri-Reykjum í síma 486-8886, og Efri-Reykjum í síma 486-8829 og kostar dagsleyfið 1000 kr. Eining er hægt að kanna með veiðileyfi frá bæjunum Brekku í síma 486-8952 og Tjörn í síma 486 8892

Leyfðar eru 2 ~ 3 stangir í hverju landi fyrir sig.

Fullsæll – skemmtilegar myndir frá svæðinu

Vinsælar flugur

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...