Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Svarfaðadalsá í Eyjafirði

Svarfaðadalsá í Eyjafirði

Svarfaðadalsá - Veiðistaðavefurinn

Svarfaðadalsá er í Svarfaðadal utarlega í Eyjafirði í um 410 km fjarlægð frá Reykjavík og í rúmlega 40 km fjarlægð frá Akureyri. Frá Dalvík er þetta einungis skotspölur.

Svarfaðadalsá á upptök sín á miðjum Tröllaskaga, og er hægt að segja að þessi veiðiperla Eyjafjarðar sé ein af þessum vanmetnu veiðiám, enda er Svarfaðadalsá mikil og góð sjóbleikjuá þar sem einnig veiðist urriði, og einn og einn lax ár hvert. En bleikjan í ánni er gríðarfalleg og væn, og hafa veiðst allt að 5 punda bleikjur í ánni, og rúmlega 6 punda urriðar. Árleg veiði hefur verið frá rúmlega 400 fiskum og upp í rúmlega 1200 fiska árið 2009. Bleikjan er þar í miklum meirihluta.

Ánni er skipt upp í 5 svæði og deila 2 stangir hverju svæði. Nokkuð jöfn ársveiði er á milli svæða.

Leyfilegt er að veiða með flugu, maðk, og spón út tímabilið sem nær frá 1. júní til 10. september ár hvert, og athuga ber að veiðitíminn til og með 15. ágúst er frá kl. 7-13 og 16-22, og frá 15. ágúst til 10. september er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 15-21.

Aðgengi að flestum stöðum árinnar er nokkuð gott.

Ekkert veiðihús fylgir seldum veiðileyfum, og ekkert afdrep er við ánna. Hinsvegar eru allmargir gistimöguleikar í nágrenninu, enda er áin skotspöl frá Dalvík, og margra annarra kosta í Svarfaðadal sjálfum.

Þetta er klárlega skemmtilegur kostur fyrir þá sem vilja komast í ódýra silungsveiði í fögru umhverfi, en þess ber að geta að þetta er vinsæl veiðiá og því þarf að ganga frá pöntun á veiðileyfum í tíma.

Svarfaðadalsá – Vinsælar flugur

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...