• Norðfjarðará

    Bleikjuparadís á austurlandi

Norðfjarðará

Norðfjarðará - Veiðistaðavefurinn

Norðfjarðará er rétt við Neskaupsstað í Fjarðarbyggð í um 750 km fjarlægð frá Reykjavík.
Upptökin eru undir Fanndalsfelli uppi á hálendinu inn af Norðfirði og eru nokkrar ár sem renna saman við hana á leið til sjávar í botni Norðfjarðar, svo sem Selá sem rennur úr Seldal, en einnig Hengifossá og aðrar minni sprænur.

Norðfjarðará er ein af bestu sjóbleikjuám landsins og hefur hún verið staðsett í topp 10 lista yfir bestu bleikjuár landsins. Slangur af laxi veiðist einnig í Norðfjarðará ár hvert.
Í ánni er mikið af tveggja til þriggja punda bleikjum og hefur heyrst að bleikjur allt að sex til sjö pund veiðist á hverju ári í þessari perlu austurlands.

Nokkuð jöfn veiði er í Norðfjarðará með um 700 til 800 bleikjur veiddar, og flestar af þeim eru veiddar á flugu, þó einnig sé leyfilegt að veiða með maðk og spón út tímabilið sem nær frá 15. júní og nær til 20. september ár hvert, en veitt er á 3 stangir á dag.
Helsti veiðitíminn í Norðfjarðará er þegar líða fer á júlímánuð og langt fram í ágúst.

Merktir veiðistaðir eru 20 og er nokkuð gott aðgengi að flestum stöðum og hyljum.

Gæta verður að því að efsti 3 km kafli árinnar er með öllu friðaður sökum þess að þar eru hrygningarstöðvar bleikjunnar og því er veiði þar með öllu óheimil, en þetta er ein ástæða þess að áin er með öllu sjálfbær og hefur ekki lent í sömu niðursveiflu og aðrar bleikjuveiðiár landsins.
Leigutaki árinnar er verslunin Fjarðasport Neskaupstað í síma 477 1133 eða Guðmundur Ingvason í síma 897 5652 eða tölvupóstfang fjardasport@fjardasport.is, en þar er hægt að nálgast upplýsingar um laus veiðileyfi.
Og án efa er þar hægt að fá upplýsingar um mögulega kosti til gistingar í nágrenninu.

Norðfjarðará – Vinsælar flugur:

 

x

Check Also

Fögruhlíðarós

Fögruhlíðarós er austast í Jökulsárhlíð og tilheyrir Ketilstöðum í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 60 km fjarlægð frá Egilsstöðum. Fögruhlíðarós er ...