Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Suðurlandi (page 3)

Silungsveiði á Suðurlandi

Fossá í Þjórsárdal

Fossá - Veiðistaðavefurinn

Fossá er ákaflega falleg á ofarlega í Þjórsárdal í Gnjúpverjahreppi, í um 120 km fjarlægð frá Reykjavík, og á upptök sín í Fossárdrögum. Hún sameinast svo Þjórsá rétt neðan við þjóðveldisbæjinn að Stöng. Hjálparfoss sem er einn fallegri foss landsins er efsta svæði laxasvæðisins, en það nær svo samfleytt niður að ósum Þjórsár, um 2 km leið í stórbrotnu umhverfi. ...

Lesa meira »

Tungufljót í Skaftártungu

Tungufljót er 4 stanga silungsveiðiá í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu í um 232 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 30 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Þetta er vantsmikil bergvatnsá  sem á upptök sín á hálendinu ofan Skaftártungu, auk ýmissa lækja sem koma frá Bláfjalli. Tungufljót sameinast svo Ása-Eldvatni þegar komið er niður á láglendið. Tungufljótið rennur um mjög fjölbreytt og fallegt landslag ...

Lesa meira »

Tangavatn

Tangavatn er lítið manngert vatn skammt frá bænum Galtalæk II í Rangárvallarsýslu, í um 115 km fjarlægð frá Reykjavík, en um 35 km fjarlægð frá þjóðvegi 1 ef farið er eftir þjóðvegi 26. Á Galtalæk II er eldisstöð frá fiskeldinu í Fellsmúla, þar sem hinn víðfrægi ísaldarurriði er alinn upp áður en honum er sleppt í Veiðivötn, en einnig er ...

Lesa meira »

Álftavatn á Rangárvallaafrétti

Álftavatn á Rangárvallaafrétti er á hálendinu fyrir norðan Mýrdalsjökul á milli Torfajökuls og Tindafajallajökuls. Vatnið er í um 160 km fjarlægð frá Reykjavík, er í um 530 metra hæð yfir sjávarmáli og að flatamáli er það um 1.10 km2. Álftavatn er við Laugaveginn, gönguleiðina á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Við Áltavatn er skáli Ferðafélags Íslands. Húsin við Álftavatn voru reist ...

Lesa meira »

Höfðabrekkutjarnir

Skammt austan við Vík í Mýrdal er ferðaþjónustubýlið Höfðabrekka í um það bil 190 km fjarlægð frá Reykjavík. Þarna eru þrjár tjarnir alveg við hringveginn, en í þær var sleppt fiski áður fyrr, bæði bleikju og urriða. Eitthvað er af fiski enn í þessum tjörnum, þó sleppingum hafi verið hætt, og þá helst í stærstu tjörninni sem er næst við ...

Lesa meira »