Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Suðurlandi (page 2)

Silungsveiði á Suðurlandi

Grenlækur 4 – Flóðið

Grenlækur svæði 4 – Fitjárflóð í Landbroti er fornfræg sjóbirtingsslóð í fögru umhverfi og með stórkostlegri fjallasýn. Beygt til hægri af þjóðvegi nr. 1 rétt áður en farið er yfir Skaftárbrúna vestan við Kirkjubæjarklaustur. Eknir eru síðan um 13 km eftir þjóðvegi nr. 204, en þá er beygt til vinstri að Fossum og Arnardranga. Rétt áður en komið er að ...

Lesa meira »

Sog – Bíldsfell

Bíldsfellssvæðið er á vestari bakka Sogsins og nær frá Ljósafossvirkjun niður undir Torfastaði og er veitt á þrjár stangir út tímabilið sem nær frá 1. apríl til loka maí ár hvert, en þá tekur laxveiðitímabilið við. Bíldsfellssvæðið hefur fyrir löngu sannað sig sem frábært bleikjuveiðisvæði. Gjarna hefur veiðst mjög vel í vorveiðinni á svæðinu. Margir veiðimenn heimsækja svæðið eingöngu til ...

Lesa meira »

Tunga – Bár

Vatnasvæði Tungu/Bár er um 11 km langt eða frá gömlu brúnni við Bár skammt austan Selfoss að brúnni við veiðihúsið í Tungu skammt austan Stokkseyrar. Gott veiðikort er til af svæðinu með vegamerkingum og bæjarnöfnum svo vel má átta sig á aðkomu að svæðinu og einstaka veiðistöðum. Sjóbirtingur er aðall svæðisins en hann er kominn á svæðið fljótlega eftir að ...

Lesa meira »

Hellishólavatn

Hellishólavatn er sleppitjörn við Hellishóla. Hellishólar eru í um 10 km fjarlægð frá Hvolsvelli og einungis um rúmlega klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þegar komið er á Hvolsvöll er skilti í enda bæjarins á vinstri hönd sem vísar inní Fljótshlíð. Keyrt er inní Fljótshlíðina í um 10 mínútur þar til komið er að skilti á hægri hönd, merkt Hellishólar. Hægt er ...

Lesa meira »

Stíflisdalsvatn

Stíflisdalsvatn er í Þingvallahreppi, Árnessýslu við hliðina á Mjóavatni, en úr því rennur Laxá í Kjós til sjávar. Stærð vatnsins er um 1,65 km²., mesta mælda dýpi er um 30 m., og er í um 178 m. yfir sjávarmáli. Einungis urriði er í vatninu og er hann frekar smár.

Lesa meira »

Víkurflóð við Kirkjubæjarklaustur

Víkurflóð er í rétt sunnan við Kirkjubæjarklaustur við þjóðveg 204, í um 260 km fjarlægð frá Reykjavík, og 4km suður af Kirkjubæjarklaustri.Vatnið er um 12 ha. að stærð og um þriggja metra djúpt. Í vatninu er bæði sjóbirtingar og bleikjur sem ganga upp Skaftá og þaðan um læk inn í Víkurflóð. Auk þess er staðbundin bleikja og urriði í vatninu.Stærð ...

Lesa meira »

Gíslholtsvatn í Holtum

Gíslholtsvatn er í Holtahreppi í Rangárþingi í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 1,6 km2 að flatarmáli, í 65m hæð yfir sjávarmáli og mesta dýpt er um 8 m. en meðaldýpt um 2,5 m. Til að komast að vatninu er beygt inn á heiðarveg nr. 284 frá þjóðvegi nr. 1 rétt austan við Þjórsá. Tvö vötn eru ...

Lesa meira »

Sog – Torfastaðir II

Sogið er 19 kílómetra löng á og er vatnsmesta lindá landsins. Fjölmörg veiðisvæði eru í Soginu og þekktust eru líklega Alviðra, Ásgarður, Bíldsfell, Tannastaðatangi og Þrastarlundarsvæðið. Eitt svæði gleymist þó gjarnan en það eru Torfastaðir. Torfastaðasvæðið er í raun á milli Alviðru og Bíldsfells – á vesturbakkanum. Tvær stangir eru á svæðinu sem er um kílómetri að lengd og teygir ...

Lesa meira »

Baugstaðarós við Stokkseyri

Baugstaðarós - Veiðistaðavefurinn

Fiskurinn er blandaður að stærð eða frá 1 pundi upp í 16 punda bolta. Þegar göngur koma í Baugstaðarós er oft mjög líflegt og má segja að ósinn kraumi af fiski þegar mest er um að vera.Nokkrir laxar koma einnig á land á hverju sumri, flestir á bilinu 5-10 pund. Þá er ótalin sjóbleikja sem lítillega verður vart við bæði ...

Lesa meira »

Ytri Rangá Urriðasvæði

Ytri Rangá Urriðasvæði - Veiðistaðavefurinn

Ytri Rangá urriðasvæði er efri hluti Ytri Rangár en Ytri Rangá rennur í gegnum Hellu í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík, er um 60 km löng og á upptök sín í Sölvahrauni. Þetta er vatnsmikil á með meðalrennsli um 50 rúmm./sek. Margir lækir renna í Ytri Rangá á leið niðru að ósi, til að mynda Galtalækur, Geldingalækur ofan Árbæjarfoss ...

Lesa meira »

Galtalækur í Landssveit

Galtalækur er í Landssveit í um 110 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 35 km fjarlægð frá Hellu. Galtalækur rennur um ægifagurt umhverfi og sameinast Ytri Rangá, en þess má geta að Galtalækjarskógur hefur oft verið kallaður paradís fjölskyldunnar þar sem blandast einstök náttúrufegurð og aðstaða til útivistar. Til að komast að Galtalæk er tekinn afleggjari rétt áður en ...

Lesa meira »

Hraunsá við Eyrarbakka

Hraunsá - Veiðistaðavefurinn

Hraunsá er í nágrenni Eyrarbakka og Stokkseyri og rennur úr Hafliðakotsvatni til sjávar í gegnum Skerflóð. Fjarlægðin frá Reykjavík eru um 58 km, en einungis skotspöl frá Eyrarbakka, eða tæplega 4 km. Sagt er að mikið sé af fiski í Hafliðakotsvatni, en vatnið er einungis í um 5 metrum yfir sjávarmáli, en fiskurinn þarna er að mestu sjóbleikja, og svo ...

Lesa meira »

Steinsmýrarvötn

Steinsmýrarvötn eru stutt frá Kirkjubæjarklaustri, um 300 km. frá Reykjavík við bæinn Syðri-Steinsmýri. Þetta er skemmtilegt fjögra stanga veiðisvæði, en þau samanstanda af 2 vötnum og svo lækjum sem renna úr vötnunum, í þau og á milli og eru þessir staðir oft mjög gjöfulir. Steinsmýrarvötn eru staðsett fyrir neðan bæinn Syðri-Steinsmýri og eru í göngufæri frá veiðihúsinu. Í Steinsmýravötnum er ...

Lesa meira »

Brúará Sel

Brúará Sel - Veiðistaðavefurinn

Brúará Sel er svæði í Brúará sem tilheyrir bænum Sel og er á suðurlandi í 85 km fjarlægð frá Reykjavík. Hún er önnur stærsta lindá landsins og er um 38 km löng og sameinast Hvítá fyrir neðan Iðu. Veitt er frá nokkrum stöðum við Brúará, s.s. Spóastöðum, Sel, Efri og Syðri Reykjum, Böðmóðsstöðum. Til að komast að bænum Sel er ...

Lesa meira »

Brúará – Spóastaðir

Brúará - Veiðistaðavefurinn

Brúará er á suðurlandi í 85 km fjarlægð frá Reykjavík. Hún er önnur stærsta lindá landsins og er um 38 km löng og sameinast Hvítá fyrir neðan Iðu. Keyrt er yfir brúna við Brúará og tekinn afleggjarinn til hægri í átt að Skálholti. Spóastaðir er næsti bær vestan við Skálholt, er á mörkum Biskupstungnabrautar og Skálholtsvegar. Veitt er frá nokkrum ...

Lesa meira »

Þingvallavatn ION svæði

Þingvallavatn ION

Þingvallavatn ION er svæði í Þinvallavatni sem er í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100 m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 84 km2 að flatarmáli.  Mesta dýpi er um 114 m.   Vatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum.  Náttúrufegurð og saga ...

Lesa meira »

Fullsæll – á sem rennur í Brúará

Fullsæll er á Suðurlandi í um 97 km fjarlægð frá Reykjavík, á upptök sín í Bjarnarfelli og Sandfelli og rennur í Brúará á milli Efri-Reykja og Syðri-Reykja. Áin heitir að vísu bara Fullsæll síðasta spölinn í Brúará, en ofar heitir hann Andalækur, og eftir að Graflækur rennur saman við Andalæk heitir áin Fullsæll allt að Brúará. Þetta er tiltölulega grunn ...

Lesa meira »

Vatnsá í Heiðardal

Vatnsá er staðsett í Heiðardal sem á upptök sín í Heiðarvatni í Mýrdal í um 190 km fjarlægð frá Reykjavík, og einungis um 11 km fjarlægð frá Vík í Mýrdal. Vatnsá fellur svo í jökulánna Kerlingardalsá, sem rennur til sjávar rétt austan við Vík í Mýrdal. Þó stutt sé, þá er þessi litla og viðkvæma á með um 40 merkta ...

Lesa meira »

Vatnamótin

Vatnamótin eru í nágrenni Kirkjubæjarklausturs í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu í um 285km fjarlægð frá Reykjavík, en einungis 12 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Veiðisvæðið sjálft er svo einungis 8 km sunnan við þjóðveginn sjálfann. Útsýnið frá Vatnamótum er heldur betur glæsilegt, bæði til fjalla og jökla. Þetta er gríðarlega stórt veiðisvæði og hefur löngum verið rómaður fyrir að vera með þeim ...

Lesa meira »

Heiðarvatn í Mýrdal

Heiðarvatn er í Mýrdal í um 190 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 11 km fjarlægð frá Vík í Mýrdal. Þetta vatn hefur um árabil verið eitt af vinsælustu og þekktustu vötnum landsins þar sem hægt er að veiða næstum allar gerðir íslenskra ferskvatnsfiska, þ.e. sjóbirting, urriða, vatnableikju, og stöku lax. Þetta vatn er um 1.9 km2 að flatarmáli ...

Lesa meira »