Sléttuhlíðarvatn er við þjóðveg 76, rétt norðan við Hofsós og er jafnframt um hálftíma akstur frá Siglufirði.
Sléttuhlíðarvatn er í um 360 km fjarlægð frá Reykjavík, 21 km frá Hofsósi og 50 km frá Sauðárkróki.
Sléttuhlíðarvatn er 0,76 km2 að stærð og í 14 m. hæð yfir sjávarmáli.
Í vatninu eru bæði sjógengnir og staðbundnir fiskar og veiðist sjóbleikja og urriði þar í miklu magni.
Athugið þó að eingöngu er leyfilegt að veiða í landi Hrauns. Skilti eru við veiðimörk.
Leyfilegt er að veiða frá kl. 8 til kl. 20 eða í samráði við landeiganda (veiðivörð) út tímabilið sem nær frá 1. maí til 20. september. Ágætlega veiðist allt tímabilið, en þó sérstaklega í maí og júní.
Heimilt er að nota flugu, maðk og spón við Sléttuhlíðarvatn.
Sléttuhlíðarvatn – Vinsælar flugur:
- Dentist
- Dýrbítar
- Nobblerar
%CODE_vedur_nordurland%