Áhugaverð svæði
Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi (page 4)

Silungsveiði á Norðurlandi

Gljúfurá í Húnavatnssýslu

Gljúfurá í Húnavatnssýslu

Gljúfurá er tveggja stanga bergvatnsá í Húnaþingi á Norðvesturlandi, í um 250 km fjarlægð frá Reykjavík, mitt á milli Víðidals og Vatnsdals, og í raun skilur á milli A-Húnavatnssýslu og V-Húnavatnssýslu. Áin rennur um hrikalegt umhverfi frá upptökum sínum í sunnanverðu Víðdalsfjalli, í um 28 km vegalengd og fellur í Hópið. Áin er hinsvegar fiskgeng um 10 km vegalengd frá ...

Lesa meira »

Mýrarkvísl í Reykjahverfi

Mýrarkvísl

Mýrarkvísl er í mikilli náttúrufegurð í Reykjahverfi við Húsavík í um 465 km fjarlægð frá Reykjavík, en í einungis um 10 km fjarlægð frá Húsavík. Þetta er dragá, með drjúgum lindáreinkennum, og er ekki mjög stór. Hún á upptök sín í Langavatni og er um 25 km vegalengd frá vatni og niður að ósi við Laxá í Aðaldal, en áin ...

Lesa meira »

Fjarðará í Hvalvatnsfirði

Fjarðará er skemmtileg fjögurra stanga sjóbleikjuá sem rennur í Hvalvatnsfjörð, en Hvalvatnsfjörður er einn nyrsti fjörðurinn á skaganum á milli Skjálfandaflóa og Eyjafjarðar í um 444 km fjarlægð frá Reykjavík, en um 62 km fjarlægð frá Akureyri. Áin heitir í raun Fjarðará bara síðasta spölinn til sjávar, eftir að Gilsá og Þverá hafa sameinast við bæinn Gil, en þangað er ...

Lesa meira »

Svarfaðadalsá í Eyjafirði

Svarfaðadalsá

Svarfaðadalsá er í Svarfaðadal utarlega í Eyjafirði í um 410 km fjarlægð frá Reykjavík og í rúmlega 40 km fjarlægð frá Akureyri. Frá Dalvík er þetta einungis skotspölur. Svarfaðadalsá á upptök sín á miðjum Tröllaskaga, og er hægt að segja að þessi veiðiperla Eyjafjarðar sé ein af þessum vanmetnu veiðiám, enda er Svarfaðadalsá mikil og góð sjóbleikjuá þar sem einnig ...

Lesa meira »

Húseyjarkvísl í Skagafirði

Húseyjarkvísl

Húseyjarkvísl er í Skagafirði í um 290 km fjarlægð frá Reykjavík, rétt við Varmahlíð, á upptök sín sunnan við Mælifellshnjúk á hálendinu, og fellur í vestari kvísl Héraðsvatna. Áin hlykkjast í gegnum þetta mikla söguhérað landsins í stórbrotnu umhverfi, og er laxgeng allt að Reykjafossi. Ofan Reykjafossar kallast áin Svartá. Húseyjarkvísl, með sitt 12 km langa silungasvæði, hefur fest sig ...

Lesa meira »

Reykjadalsá í Reykjadal

Reykjadalsá

Reykjadalsá er um 35km löng á í Þingeyjarsýslu í um 435 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 55 km fjarlægð frá Akureyri, rennur um Reykjadal þar sem hún fellur í Vestmannsvatn. Úr Vestmannsvatni rennur svo Eyvindalækur sem er um 4 km langur, en í honum er einnig nokkur veiði. Þess má geta að Vestmannsvatn er innan Veiðikortsins. Reykjadalsá er afskaplega ...

Lesa meira »

Svartá í Skagafirði

Svartá í Skagafirði er staðsett í vestanverðum Skagafirðinum, rétt við Varmahlíð, í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík. Svartá í Skagafirði er bergvatnsá sem á upptök sín á Eyvindarstaðaheiði, rennur um Svartárdal og síðan milli Neðribyggðar og Reykjatungu, með þjóðvegi 752, en beygt er inn á hann frá þjóðvegi 1. Hún fellur nokkuð bratt fyrst um sinn inni í Svartárdalnum, ...

Lesa meira »

Fremri Laxá

Fremri Laxá er 7 km löng lindá sem fellur úr Svínavatni í Laxárvatn í Austur-Húnavatnssýslu í um 270 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 14 km fjarlægð frá Blönduós. Laxá í Ásum fellur svo úr Laxárvatni, en Laxá í Ásum er ein þekktasta og dýrasta laxveiðiá landsins. Þetta er nett og falleg veiðiá sem hentar ákaflega vel fyrir fluguveiði, hvort ...

Lesa meira »

Héðinsfjarðará ( Fjarðará )

Héðinsfjarðará sem einnig er nefnd Fjarðará, er í Héðinsfirði í um 387 km fjarlægð frá Reykjavík, er um 4 km löng og rennur í Héðinsfjarðarvatn. Héðinsfjarðarvatn liggur alveg við sjóinn í um 1 metra yfir sjávarmáli og er um 4 km langt. Héðinsfjarðará hefur löngum verið ákaflega vinsæl bleikjuveiðiá enda hafa oft verið sagðar sögur af stútfullri Héðinsfjaraðrá af bleikju. ...

Lesa meira »

Ólafsfjarðará í Ólafsfirði

Ólafsfjarðará rennur í Ólafsfjarðarvatn, sem er stórt sjávarlón í botni Ólafsfjarðar, í um 440 km fjarlægð frá Reykjavík, en í um 60 km fjarlægð frá Akureyri. Þetta er dragá sem á upptök sín á austanverðri Lágheiði og í fjalllendinu beggja vegna dalsins sem er nokkuð vatnsmikil, að mestu lygn, þó hún sé fremur straumhörð ofarlega. Áin á það til að ...

Lesa meira »