Áhugaverð svæði
Heim / Veiðivefurinn Veida.is

Veiðivefurinn Veida.is

Veiða.isVeida.is – Veiðivefurinn Veiða.is er óháður vettvangur fyrir veiðileyfasala til að nálgast kaupendur veiðileyfa.
Eigendur veida.is hafa verið áhugasamir veiðimenn í um 30 ár, en aldrei átt hlut í veiðiá eða fyrirtæki sem hefur rekið veiðiá.

Veida.is er í eigu R&R slf, kt. 710112- 0450, sem starfar m.a. sem ferðaskrifstofa skv. reglum Ferðamálastofu Íslands.

Veiða.is býður upp á fjölbreytt úrval veiðileyfa fyrir bæði lax- og silungsveiði um land allt, hvort sem um er að ræða vötn eða ár.

Fyrir utan það að kynna mikið úrval veiðisvæði og vera umboðsseljendur veiðileyfa, þá einbeitir vefurinn sér að því að vera alhliða afþreyingarvefur fyrir alla stangveiðimenn. Í því skyni er haldið úti umræðutorgi, veiðivideo og veiðimyndir birtar, haldið úti smá fluguhnýtingahorni, fréttir birtar og ýmislegt fleira sem styttir stundir veiðimanna þegar þeir standa ekki sjálfir útvið á.

Veiða.is
Ábyrgðarmaður og vefstjóri veida.is er Kristinn Ingólfsson.
Hægt er að ná í ábyrgðarmann vefsins með því að senda póst á netfangið info@veida.is eða í síma 897 3443.

 

Veida.is

Fish Partner