Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Núpá í Núpárdal

Núpá í Núpárdal

Núpá er dragá sem á upptök sín á hálendinu ofan Núpdals og leynir verulega á sér. Áin á sameiginlegan ós með Haffjarðará á Löngufjörum við utanverðar Mýrar og er í eðli sínu silungsveiðiá, með laxavon.

Þessi á lætur ekki mikið yfir sér en á marga vænlega veiðistaði þar sem hún rennur lygn á milli malareyrar og grasbakka. Núpá er lítil og nett á sem hentar vel fyrir fluguveiði.

Hafbeitarlaxi var sleppt í Núpá til endurveiða fyrir allmörgum árum og gafst sú tilraun ágætlega og kom ánni á kortið með stórum löxum allt að 22 pund. Það er ekki gert lengur eftir að hafbeitarstöðin í Lárósi gaf upp öndina og veiðast kannski 20 laxar hvert sumar núna í Núpá.

Bleikja og sjóbirtingur ganga í ánna. Ekki eru seld leyfi í ánna.

x

Check Also

Álftá á Mýrum

Álftá á Mýrum er lítil og nett laxveiðiá sem á upptök sín í jaðri Álftárhrauns. Áin fær einnig til sín vatn frá litlum stöðuvötnum í ...