Fjarðarhornsá er á Barðaströnd á Vestfjörðunum í um 270 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 128 km fjarlægð frá Patreksfirði. Efstu upptök hennar er á hálendinu á Kollafjarðarheiði, og fellur til sjávar innst í Kollafirði eftir að hafa runnið niður Fjarðarhornsdal. Fjarðarhornsá er flokkuð sem laxveiðiá, en þar sem hún er nokkuð köld er hún nokkuð góð bleikjuá einnig, ...
Lesa meira »Silungsveiði
Hörgá
Hörgá er sameinað vatnsfall Öxnadalsáar og Hörgár í Hörgárdal í Eyjafirði í um 380 km fjarlægð frá Reykjavík, en einungis í skotspöl frá Akureyri, eða í um 12 km vegalengd. Frá ármótum Hörgár og Öxnadalsáar er áin um 17 km löng allt að ós við Eyjafjörð, en á leiðinni eru margir lækir og sprænur sem sameinast ánni. Frá upptökum er ...
Lesa meira »Þingvallavatn ION svæði
Þingvallavatn ION er svæði í Þinvallavatni sem er í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100 m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 84 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er um 114 m. Vatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum. Náttúrufegurð og saga ...
Lesa meira »Fellsendavatn
Fellsendavatn er á hálendinu við hlið Þórisvatns í um 170 km fjarlægð frá Reykjavík, og í aðeins 19 km fjarlægð frá Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Vatnið er þokkalega stórt, tvískipt, um 1.7 km2 að flatarmáli og liggur í um 530 metrum yfir sjávarmáli. Þetta er í raun það vatn sem fyrst komið er að þegar keyrt er til Veiðivatna frá Hrauneyjum, en ...
Lesa meira »Fullsæll
Fullsæll er á Suðurlandi í um 97 km fjarlægð frá Reykjavík, á upptök sín í Bjarnarfelli og Sandfelli og rennur í Brúará á milli Efri-Reykja og Syðri-Reykja. Áin heitir að vísu bara Fullsæll síðasta spölinn í Brúará, en ofar heitir hann Andalækur, og eftir að Graflækur rennur saman við Andalæk heitir áin Fullsæll allt að Brúará. Þetta er tiltölulega grunn ...
Lesa meira »Gljúfurá í Húnavatnssýslu
Gljúfurá er tveggja stanga bergvatnsá í Húnaþingi á Norðvesturlandi, í um 250 km fjarlægð frá Reykjavík, mitt á milli Víðidals og Vatnsdals, og í raun skilur á milli A-Húnavatnssýslu og V-Húnavatnssýslu. Áin rennur um hrikalegt umhverfi frá upptökum sínum í sunnanverðu Víðdalsfjalli, í um 28 km vegalengd og fellur í Hópið. Áin er hinsvegar fiskgeng um 10 km vegalengd frá ...
Lesa meira »