Áhugaverð svæði
Heim / Silungsveiði (page 24)

Silungsveiði

Fagradalsá

Fagradalsá er á Skarðsströnd í um 50 km fjarlægð frá Búðardal og í um 210 km fjarlægð frá Reykjavík. Þessi fallega litla á á upptök sín á hálendinu og rennur um Fagradal, og í þröngum gljúfrum, allt til sjávar á Skarðströnd við Breiðafjörð. Laxastigi var settur í gljúfrin sem aldrei virkaði og hefur því aldrei gengið lax upp í Fagradalsá. ...

Lesa meira »

Hvolsá & Staðarhólsá

Hvolsá og Staðarhólsá eru ákaflega skemmtilegar 4 stanga ár sem eru þekktar fyrir sjóbleikjuveiði í Saurbæ í Dalasýslu, í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík. Staðarhólsá á upptök sín á Sælingsdalsheiði og Hvolsá á upptök sín í Brekkudal sem Brekkudalsá. Einnig ber Staðarhólsá nafnið Hvammadalsá í upptökum sínum, en sameinaðar heita þær svo Hvolsá, sem er sjálf um 9 km ...

Lesa meira »

Tangavatn

Tangavatn er lítið manngert vatn skammt frá bænum Galtalæk II í Rangárvallarsýslu, í um 115 km fjarlægð frá Reykjavík, en um 35 km fjarlægð frá þjóðvegi 1 ef farið er eftir þjóðvegi 26. Á Galtalæk II er eldisstöð frá fiskeldinu í Fellsmúla, þar sem hinn víðfrægi ísaldarurriði er alinn upp áður en honum er sleppt í Veiðivötn, en einnig er ...

Lesa meira »

Álftavatn á Rangárvallaafrétti

Álftavatn á Rangárvallaafrétti er á hálendinu fyrir norðan Mýrdalsjökul á milli Torfajökuls og Tindafajallajökuls. Vatnið er í um 160 km fjarlægð frá Reykjavík, er í um 530 metra hæð yfir sjávarmáli og að flatamáli er það um 1.10 km2. Álftavatn er við Laugaveginn, gönguleiðina á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Við Áltavatn er skáli Ferðafélags Íslands. Húsin við Álftavatn voru reist ...

Lesa meira »

Höfðabrekkutjarnir

Skammt austan við Vík í Mýrdal er ferðaþjónustubýlið Höfðabrekka í um það bil 190 km fjarlægð frá Reykjavík. Þarna eru þrjár tjarnir alveg við hringveginn, en í þær var sleppt fiski áður fyrr, bæði bleikju og urriða. Eitthvað er af fiski enn í þessum tjörnum, þó sleppingum hafi verið hætt, og þá helst í stærstu tjörninni sem er næst við ...

Lesa meira »

Vatnsdalsá í Vatnsfirði

Vatnsdalsá er nokkuð vatnsmikil á í Vatnsfirði á Barðaströnd í um 340 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnsdalsá á upptök sín í Öskjuvatni rennur í Vatnsdalsvatn og er um 2.5 km löng. Hún rennur svo aftur úr Vatnsdalsvatni til sjávar í um 1 km vegalengd. Mest veiðist af laxi í ánni, en eitthvað af bleikju og sjóbirtingi en í henni er ...

Lesa meira »