fbpx
Svæði sem vert er að skoða
Heim / Silungsveiði (page 20)

Silungsveiði

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn er lítið vatn í eigu Hafnarfjarðarbæjar, en öllum er frjálst að veiða í vatninu, en þó fyrst og fremst er það ætlað börnum, unglingum, öldruðum, og öryrkjum. Nokkuð vænir fiskar eru í vatninu, bæði urriði og bleikja og hafa 2 ~ 3 p fiskar mikið fallið fyrir agni veiðimanna. Heimilt er að veiða með flugu, maðk og spún, og ...

Lesa meira »

Urriðakotsvatn

Urriðakotsvatn er lítið vatn fyrir ofan Setbergshverfið í Hafnarfirði en það tilheyrir samt Garðabæ. Þetta er frekar lítið og grunnt vatn, með töluverðum botngróðri, sérstaklega þegar líður á sumarið. Þónokkuð er af urriða í vatninu.

Lesa meira »

Sandvatn í Þingvallasveit

Sandvatn er stöðuvatn norður af Þingvallasveit, skammt vestan Leggjabrjóts og er við hliðina á Myrkavatni. Öxará rennur úr Myrkavatni. Ekki er vitað um veiði í Sandvatni, né hver getur gefið veiðileyfi, en vatnið ku tilheyra Þingvallakirkju, eða jafnvel Kjós. Vatnið er mjög veiðilegt og líklegt að þar sé hægt að næla sér í silung. Upphafsmynd: Arnbjörn Jóhannesson  

Lesa meira »

Myrkavatn

Myrkavatn er stöðuvatn norður af Þingvallasveit, skammt vestan Leggjabrjóts. Öxará rennur úr Myrkavatni. Ekki er vitað um veiði í Myrkavatni, né hver getur gefið veiðileyfi, en vatnið ku tilheyra Þingvallakirkju. Reynt hefur að leggja net í Myrkavatn í gegnum ís, en án árangurs. Upphafsmynd: Arnbjörn Jóhannesson  

Lesa meira »

Hellishólavatn

Hellishólavatn er sleppitjörn við Hellishóla. Hellishólar eru í um 10 km fjarlægð frá Hvolsvelli og einungis um rúmlega klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þegar komið er á Hvolsvöll er skilti í enda bæjarins á vinstri hönd sem vísar inní Fljótshlíð. Keyrt er inní Fljótshlíðina í um 10 mínútur þar til komið er að skilti á hægri hönd, merkt Hellishólar. Hægt er ...

Lesa meira »

Stíflisdalsvatn

Stíflisdalsvatn er í Þingvallahreppi, Árnessýslu við hliðina á Mjóavatni, en úr því rennur Laxá í Kjós til sjávar. Stærð vatnsins er um 1,65 km²., mesta mælda dýpi er um 30 m., og er í um 178 m. yfir sjávarmáli. Einungis urriði er í vatninu og er hann frekar smár.

Lesa meira »

Geldingatjörn

Geldingatjörn er lítið 0.6km² vatn í Mosfellsdal í um 25km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er í um 220 m. yfir sjávarmáli. Vatnið var fisklaust þar til 1950, en þá tóku landareigendur sig til og byggðu stíflu, sem gerði það að verkum að lífskilyrði urðu með besta móti. Árið 1995 brast stíflan og mest allur fiskur dó í vatninu. Árið 2000 ...

Lesa meira »

Hvalvatn

Hvalvatn er mjög djúpt stöðuvatn, og er í raun annað dýpsta vatn Íslands, 4, 1 km² að flatarmáli, um 180 m djúpt þar sem dýpst er, og liggur í 378 m yfir sjávarmáli. Vatnið er í Strandahreppi í Borgarfjarðarsýslu og er í stórbrotnu og fallegu umhverfi, en þarna eru Botnssúlur til suðurs, og Hvalfell til vesturs. Hægt er að komast ...

Lesa meira »

Hvammsvík

Hvammsvík er lítið vatn sem búið er að loka fyrir samgang til sjávar, við sunnanverðan Hvalfjörð, skammt frá bænum Hvammi. Í það var sleppt fiski til veiða, mest regnbogasilungi en einnig öðrum tegundum. Meðalþungi fiska var nálægt 3 pund. Ekki er vitað til að Hvammsvík sé lengur í rekstri með veiði, en Hvammsvík er nú í eigu Orkuveitu Reykjavíkur þar ...

Lesa meira »

Leirvogsvatn 5/5 (1)

Leirvogsvatn er 1,2 km² vatn í Mosfellshreppi, í um 30 km fjarlægð frá Reykjavík og liggur Þingvallavegur við hliðina á vatninu. Það hefur dýpst verið mælt 16 m og það liggur í 211 m yfir sjávarmáli. Laxveiðiáin Leirvogsá rennur úr Leirvogsvatni til sjávar. Það er mikill fiskur í vatninu, bæði bleikja og urriði, en hann er fremur smár. Vinsælar flugur:

Lesa meira »