Áhugaverð svæði
Heim / Silungsveiði (page 20)

Silungsveiði

Kringluvatn í Suður Þingeyjarsýslu

Kringluvatn er í Suður Þingeyjarsýslu og er u.þ.b. 0,6 km2 að stærð og í tæplega 270 m. yfir sjávarmáli. Úr vatninu fellur Geitafellsá í Langavatn. Mesta dýpi er um 12 m. Mjög góð dorgveiði er einnig í vatninu og geta korthafar veitt allt árið. Vatnið er mjög barnvænt. Vatnið í um 440 km. frá Reykjavík og tæplega 40 km. fjarlægð ...

Lesa meira »

Syðridalsvatn við Bolungarvík

Syðridalsvatn

Syðridalsvatn er í Bolungavík við Ísafjarðardjúp og er um 1 km2 að stærð og liggur um 3 metra fyrir ofan sjávarmál. Leiðin til Bolungavíkur er um 470 km. ef ekið er um Arnkötludal, á bundnu slitlagi frá Reykjavík. Þaðan eru aðeins nokkrir km í Syðridalsvatn. Syðridalsvatn er mjög gott veiðivatn en mikið af sjógengnum fiski, s.s. sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi ...

Lesa meira »

Laxárvatn í Dölum

Laxárvatn er á Laxárdalsheiði í Dölum í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 30 km fjarlægð frá Búðardal. Laxá í Dölum á upptök sín í Laxárvatni. Vatnið er um 0,5 km2 að stærð og í um 150m hæð yfir sjávarmáli. Ekið er um Bröttubrekku í áttina að Búðardal, ef komið er að sunnan, annars farið hefðbundnar leiðir frá ...

Lesa meira »

Langavatn á Mýrum

Langavatn á Mýrum

Langavatn á Mýrum liggur í sunnanverðum Langadal í Mýrasýslu, norðaustur af Grímsstaðamúla. Langavatn á Mýrum erum 5,1 km2 að flatarmáli og hefur verið mælt allt að 36 metra djúpt, þegar mest er í því. Það liggur 215 metra yfir sjávarmáli í fallegu umhverfi. Þangað rennur Langavatnsá að norðan, en Beilá að austan. Úr suðvesturhorni þess fellur hin kunna Langá til ...

Lesa meira »

Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi

Hraunsfjarðarvatn er á Snæfellsnesi, við hliðina á Baulárvallarvatni, í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 15 km fjarlægð í suður frá bæði Grundarfirði og Stykkishólmi, á leið frá Vegamótum í norður. Hraunsfjarðarvatn er um 2,5 km2 að stærð og 84 m. djúpt, þar sem það er dýpst. Hraunsfjarðarvatn er í um 207 m. yfir sjávarmáli. Þaðan rennur Vatná ...

Lesa meira »

Hólmavatn í Dölum

Hólmavatn er á Hólmavatnsheiði, norður af bænum Sólheimum í Laxárdal í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 30 km frá Búðardal. Það er um 1 km2 að stærð og í um 190 m hæð yfir sjávarmáli. Ekið er um Bröttubrekku í áttina að Búðardal, ef komið er að sunnan, annars farið hefðbundnar leiðir frá Norðurlandi eða Vestfjörðum. Rétt ...

Lesa meira »

Haukadalsvatn í Haukadal

Haukadalsvatn er í Haukadal, skammt frá Búðardal í um 140km fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er um Bröttubrekku og þaðan upp þjóðveg 587, rétt áður en komið er að Haukadalsá. Haukadalsvatn er um 3,2 km2 að stærð, í 37 m. hæð yfir sjávarmáli og er mesta dýpi um 40 m. Í vatninu er mest um 1-2 punda sjóbleikju, sem gengur upp ...

Lesa meira »

Baulárvallavatn á Snæfellsnesi 3/5 (1)

Baulárvallavatn er á Snæfellsnesi, um 160 km fjarlægð frá Reykjavík, um 15 km í suður frá bæði Grundarfirði og Stykkishólmi, á leið frá Vegamótum í norður. Nýja vatnaleiðin á Snæfellsnesi gerir það að verkum, að hægt er að aka alveg upp að vatninu. Baulárvallavatn er um 1,6 km2 að stærð og 47 metra djúpt, þar sem það er dýpst. Vatnið ...

Lesa meira »

Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði

Vatnsdalsvatn er í Vatnsfirði á Barðaströnd og er um 2,2 km2 að flatarmáli, 8 m. yfir sjávarmáli og er mesta dýpi um 30 m. Vatnið er um 2,6 km. að lengd og um 1 km. þar sem það er breiðast. Mjög aðdjúpt er vestan megin við Vatnsdalsvatn en aðgrynnra að austan. Talað er um að þetta svæði sé með þeim ...

Lesa meira »

Þveit við Hornafjörð

Þveit er í Nesjahreppi í Austur-Skaftafellssýslu. Það er í um 450 km. fjarlægð frá Reykjavík og um 10 km. frá Höfn í Hornafirði. Þveit liggur við þjóðveg 1, þannig að aðgangur er auðveldur. Þveit er 0,91 km2 að flatarmáli, 2 m. hæð yfir sjávarmáli. Myllulækur og Skrápslækur renna í vatnið og Þveitarlækur úr því. Fiskgengt er á milli vatns og ...

Lesa meira »