Áhugaverð svæði
Heim / Laxveiði / Laxveiði á Suðurlandi (page 2)

Laxveiði á Suðurlandi

Ölfusá – Árbær

Veiðar hér fara fram fyrir landi Árbæjar sem er tveggja stanga svæði þar sem ár hvert veiðast nokkrir tugir laxa. Ölfusá er vatnsmesta á landsins en hún verður til þegar Sogið hefur runnið í Hvítá skammt austan við Ingólfsfjall. Ölfusá er um 25 km löng og hefur vatnið að mestu leiti þann lit er einkennir Hvítá og önnur jökulvötn þó, ...

Lesa meira »

Ölfusá svæði 1 & 2

Ölfusá er vatnsmesta á landsins en hún verður til þegar Sogið hefur runnið í Hvítá skammt austan við Ingólfsfjall. Ölfusá er um 25 km löng og hefur vatnið að mestu leiti þann lit er einkennir Hvítá og önnur jökulvötn þó, munar mikið um tært lindarvatni úr Soginu, en þess gætir meðfram vestari og nyrðri bakka árinnar alveg að bæjarmörkum Selfossbæjar. ...

Lesa meira »

Hólsá – Borgarsvæði

Hólsá – Borgarsvæði er þekkt veiðisvæði neðst í vatnakerfi Rangánna, og tekur við frá neðsta svæði Ytri Rangá og nær niður á veiðisvæði Hólsá – Vesturbakki. Svæðið er í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík, en ekið er niður Þykkvabæjarveg áður en komið er inn á Hellu. Svæðið hefur hingað til verið veitt með 4 stöngum, en með breytingum er ...

Lesa meira »

Hróarslækur

Hróarslækur - Veiðistaðavefurinn

Hróarslækur er lindá á upptök sín við rætur Heklu og er 25 km löng lækur sem vel mætti kalla á þar sem hann er þónokkuð vatnsmikill. Hann er rétt austan við Hellu í um klukkustundar aksturfjarlægð frá Reykjavík. Hróarslækur er fiskgengur um 7 km vegalengd, fellur í Ytri Rangá rétt neðan Ægisíðufoss og er með um 22 merkta veiðistaði. Þar ...

Lesa meira »

Affall í Landeyjum

Affall - Veiðistaðavefurinn

Affallið er lítil og tær bergvatnsá sem er staðsett rétt austan Hvolsvallar, í um 120 km fjarlægð frá Reykjavík, og rennur milli austur og vestur Landeyja. Vegna tengsla við Markarfljót var Affallið áður fyrr mjög jökullitað, en eftir fyrirhleðslur uppi á Markarfljótsaurum hefur það breyst mikið til batnaðar og er orðin tær bergvatnsá. Lax er ræktaður í Affallinu og veiðast ...

Lesa meira »

Vatnsá í Heiðardal

Vatnsá er staðsett í Heiðardal sem á upptök sín í Heiðarvatni í Mýrdal í um 190 km fjarlægð frá Reykjavík, og einungis um 11 km fjarlægð frá Vík í Mýrdal. Vatnsá fellur svo í jökulánna Kerlingardalsá, sem rennur til sjávar rétt austan við Vík í Mýrdal. Þó stutt sé, þá er þessi litla og viðkvæma á með um 40 merkta ...

Lesa meira »

Fossá í Þjórsárdal

Fossá - Veiðistaðavefurinn

Fossá er ákaflega falleg á ofarlega í Þjórsárdal í Gnjúpverjahreppi, í um 120 km fjarlægð frá Reykjavík, og á upptök sín í Fossárdrögum. Hún sameinast svo Þjórsá rétt neðan við þjóðveldisbæjinn að Stöng. Hjálparfoss sem er einn fallegri foss landsins er efsta svæði laxasvæðisins, en það nær svo samfleytt niður að ósum Þjórsár, um 2 km leið í stórbrotnu umhverfi. ...

Lesa meira »

Þverá í Fljótshlíð

Þverá í Fljótshlíð er um 26 km löng 4 stanga lindá með dragáreinkenni sem á upptök sín í Fljótshlíð, en hana mynda margar smáár sem allar eiga upptök sín ofan Fljótshlíðar. Hún er fremur lítil og nett til að byrja með en vex eftir því sem hliðarár falla í hana og er orðin um 4 m3/sek við ós Eystri Rangár. ...

Lesa meira »

Eystri Rangá

Eystri Rangá

Eystri Rangá er á suðurlandi í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík og rétt við Hvolsvöll. Þetta er um 60 km löng lindá sem á upptök sín við Tindafjallajökul á hálendinu. Hún er hinsvegar fiskgeng um 22 km vegalengd, eða allt að Tungufossi hjá Árgilsstöðum. Eystri Rangá sameinast Þverá um 5 km. austan við ármót Ytri Rangár og Þverár. Þetta ...

Lesa meira »

Ytri Rangá

Ytri-Rangá rennur í gegnum Hellu í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík, er um 60 km löng og á upptök sín í Sölvahrauni. Þetta er vatnsmikil á með meðalrennsli um 50 rúmm./sek. Margir lækir renna í Ytri Rangá á leið niðru að ósi, til að mynda Galtalækur, Geldingalækur ofan Árbæjarfoss og Hróarslækur sem lrennur í ánna neðan Ægisíðufoss. Neðsti partur ...

Lesa meira »

Skógá – gamalgróin á undir Eyjafjöllum

Skógá gamalgróin á við Skóga undir Eyjafjöllum í um 150 km fjarlægð frá Reykjavík. Þetta var ein besta bleikjuveiðiá landsins og er vaxandi laxveiðiá með öflugri fiskirækt. Skógá á upptök sín undir Fimmvörðuhálsi og renna í hana ýmsir lækir og litlar ár áður en hún kemur niður að Skógafossi, og orðin þá allmikil á. Veiðisvæðið er um 7 km langt ...

Lesa meira »