Heim / Ýmis svæði (page 2)

Ýmis svæði

Glerá í Dölum

Glerá - Veiðistaðavefurinn

Glerá fellur í norðurenda Hvammsfjarðar, skammt austan ósa Laxár í Hvammssveit í um 150 km fjarlægð frá Reykjavík. Upptök sín á hún á fjalllendinu báðum megin Glerárdals, sem hún fellur eftir alllangan veg til sjávar. Ekki er hún fiskgeng nema skamman spöl, upp að sérkennilegum fossi nokkuð ofan þjóðvegarins. Þurrkar geta háð veiði í Glerá verulega, eins og flestum smáánna ...

Lesa meira »

Sauðlauksdalsvatn

Sauðlauksdalsvatn

Sauðlauksdalsvatn er í Vestur-Barðastrandasýslu á Vestfjörðum, í nágrenni Patreksfjarðar. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 380 km og 28 km frá Patreksfirði.   Með því að taka ferjuna Baldur yfir Breiðafjörð er hægt að stytta vegalengdina til muna, eða um 150 km. Sauðlauksdalsvatn er um 0,35 km2 að flatarmáli og stendur í um 10m hæð yfir sjó.  Gott aðgengi er að ...

Lesa meira »

Djúpavatn

Djúpavatn er á Reykjanesi og er vegalengdin frá Hafnarfirði um 25 km. Ekið er í átt að Krýsuvík, beygt til hægri á móts við malarnámurnar í Vatnsskarði, og keyrt í átt að Vigdísarvelli. Djúpavatn er 0,15 km² stöðuvatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga í 195 m hæð yfir sjó. Dýpsti hluti þess er 16,7 m og það er líklega ...

Lesa meira »

Úlfarsá / Korpa

Úlfarsá er frábær laxveiðiá í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Úlfarsá fellur úr Hafravatni og liðast 7 km. löng um láglendið milli Úlfarsfells og Keldnaholts. Áin er tveggja stanga og hentar vel fyrir veiði bæði með maðk og flugu. Veiðistaðir eru margir og fjölbreyttir og mikil vinna hefur verið lögð í að undanförnu að bæta þá og fjölga. Lagfæring veiðistaða ...

Lesa meira »

Hraunsfjörður á Snæfellsnesi

Hraunsfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi, mitt á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar. Í raun er um að ræða lón fyrir innan stíflu við Hraunsfjörð. Lónið er í um 180 km. fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er sem leið liggur fram hjá Borgarnesi og beygt inn á Mýrar. Síðan er beygt upp á Vatnaleið, við Vegamót, í átt að Stykkishólmi. Þegar komið er ...

Lesa meira »

Grímsá sjóbirtingsveiði

Grímsá sjóbirtingsveiði - Veiðistaðavefurinn

Grímsá sjóbirtingsveiði er snemma vors í Grímsá í Lundareykjadal, um 70 km vestur af Reykjavík. Ekinn er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og rétt áður en komið er að Borgarfjarðarbrú er sveigt til hægri inn á þjóðveg númer 50. Er númer 50 ekinn þar til að komið er að vegamótum og er þá tekin vinstri beygja að Hvítárvöllum. Mjög fljótt eftir þessi ...

Lesa meira »

Andakílsá í Borgarfirði

Andakílsá - Veiðistaðavefurinn

Andakílsá er í Borgarfirði í um 72 km fjarlægð frá Reykjavík. Andakílsá er dragá sem fellur úr Skorradalsvatni og rennur um 12 kílómetra leið uns hún fellur í Hvítá í Borgarfirði. Í ánni eru fossar, Andakílsárfossar. Í Andakílsá er Andakílsárvirkjun en hún var byggð á árunum 1946-47. Virkjunin er í dag rekin af Orkuveitu Reykjavíkur. Virkjað afl er 8.2 megavött ...

Lesa meira »