Heim / Author Archives: Vignir Arason (page 9)

Author Archives: Vignir Arason

Glerá í Dölum

Glerá - Veiðistaðavefurinn

Glerá fellur í norðurenda Hvammsfjarðar, skammt austan ósa Laxár í Hvammssveit í um 150 km fjarlægð frá Reykjavík. Upptök sín á hún á fjalllendinu báðum megin Glerárdals, sem hún fellur eftir alllangan veg til sjávar. Ekki er hún fiskgeng nema skamman spöl, upp að sérkennilegum fossi nokkuð ofan þjóðvegarins. Þurrkar geta háð veiði í Glerá verulega, eins og flestum smáánna ...

Lesa meira »

Sauðlauksdalsvatn

Sauðlauksdalsvatn

Sauðlauksdalsvatn er í Vestur-Barðastrandasýslu á Vestfjörðum, í nágrenni Patreksfjarðar. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 380 km og 28 km frá Patreksfirði.   Með því að taka ferjuna Baldur yfir Breiðafjörð er hægt að stytta vegalengdina til muna, eða um 150 km. Sauðlauksdalsvatn er um 0,35 km2 að flatarmáli og stendur í um 10m hæð yfir sjó.  Gott aðgengi er að ...

Lesa meira »

Djúpavatn

Djúpavatn er á Reykjanesi og er vegalengdin frá Hafnarfirði um 25 km. Ekið er í átt að Krýsuvík, beygt til hægri á móts við malarnámurnar í Vatnsskarði, og keyrt í átt að Vigdísarvelli. Djúpavatn er 0,15 km² stöðuvatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga í 195 m hæð yfir sjó. Dýpsti hluti þess er 16,7 m og það er líklega ...

Lesa meira »

Úlfarsá / Korpa

Úlfarsá er frábær laxveiðiá í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Úlfarsá fellur úr Hafravatni og liðast 7 km. löng um láglendið milli Úlfarsfells og Keldnaholts. Áin er tveggja stanga og hentar vel fyrir veiði bæði með maðk og flugu. Veiðistaðir eru margir og fjölbreyttir og mikil vinna hefur verið lögð í að undanförnu að bæta þá og fjölga. Lagfæring veiðistaða ...

Lesa meira »

Hraunsfjörður á Snæfellsnesi

Hraunsfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi, mitt á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar. Í raun er um að ræða lón fyrir innan stíflu við Hraunsfjörð. Lónið er í um 180 km. fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er sem leið liggur fram hjá Borgarnesi og beygt inn á Mýrar. Síðan er beygt upp á Vatnaleið, við Vegamót, í átt að Stykkishólmi. Þegar komið er ...

Lesa meira »

Ölfusá – Laugardælir

Veiðar hér fara fram fyrir landi Laugardæla. Ölfusá er vatnsmesta á landsins en hún verður til þegar Sogið hefur runnið í Hvítá skammt austan við Ingólfsfjall. Ölfusá er um 25 km löng og hefur vatnið að mestu leiti þann lit er einkennir Hvítá og önnur jökulvötn þó, munar mikið um tært lindarvatni úr Soginu, en þess gætir meðfram vestari og ...

Lesa meira »

Ölfusá – Árbær

Veiðar hér fara fram fyrir landi Árbæjar sem er tveggja stanga svæði þar sem ár hvert veiðast nokkrir tugir laxa. Ölfusá er vatnsmesta á landsins en hún verður til þegar Sogið hefur runnið í Hvítá skammt austan við Ingólfsfjall. Ölfusá er um 25 km löng og hefur vatnið að mestu leiti þann lit er einkennir Hvítá og önnur jökulvötn þó, ...

Lesa meira »

Sog – Torfastaðir II

Sogið er 19 kílómetra löng á og er vatnsmesta lindá landsins. Fjölmörg veiðisvæði eru í Soginu og þekktust eru líklega Alviðra, Ásgarður, Bíldsfell, Tannastaðatangi og Þrastarlundarsvæðið. Eitt svæði gleymist þó gjarnan en það eru Torfastaðir. Torfastaðasvæðið er í raun á milli Alviðru og Bíldsfells – á vesturbakkanum. Tvær stangir eru á svæðinu sem er um kílómetri að lengd og teygir ...

Lesa meira »

Geitabergsvatn í Svínadal

Geitabergsvatn er við Þórisstaði í Svínadal. Á Þórisstöðum í Svínadal í Hvalfjarðarsveit er boðið upp á veiði í þremur stöðuvötnum, en þau eru Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn og Eyrarvatn. Þau eru öll hluti af vatnasvæði Laxár í Leirársveit. Lax gengur í vötnin og silungur er þar staðbundinn, bæði bleikja og urriði.  Þórisstaðavatn er þeirra stærst, 1,37 km2 að stærð og liggur 71 ...

Lesa meira »

Elliðavatn

Elliðavatn

Elliðavatn er vinsælasta veiðivatn höfuðborgarsvæðisins og afar gjöfult. Elliðavatn er í um 73m. hæð yfir sjávarmáli og er um 1,8 km2 að flatarmáli.

Lesa meira »

Ölfusá svæði 1 & 2

Ölfusá er vatnsmesta á landsins en hún verður til þegar Sogið hefur runnið í Hvítá skammt austan við Ingólfsfjall. Ölfusá er um 25 km löng og hefur vatnið að mestu leiti þann lit er einkennir Hvítá og önnur jökulvötn þó, munar mikið um tært lindarvatni úr Soginu, en þess gætir meðfram vestari og nyrðri bakka árinnar alveg að bæjarmörkum Selfossbæjar. ...

Lesa meira »

Ölvesvatn – Skagaheiði

Ölvesvatn

Ölvesvatn (vatnasvæði Selár) er á Skagaheiði, í Skefilsstaðahreppi í Skagafirði í um 340 km fjarlægð frá Reykjavík og um 40 km fjarlægð frá Sauðárkróki. Aðkoman að vatninu er eftir um 6 km löngum jeppaslóða frá afleggjaranum við Hvalsnes og að Ölvesvatni. Ölvesvatn er langstærsta vatnið á vatnasvæði Selár, um 2,8 km2 að stærð og nokkuð djúpt. Veiði er heimil á ...

Lesa meira »

Hítarvatn á Mýrum

Hítarvatn er tilvalið fyrir fjölskyldur til að eyða góðri stund saman við veiðar og útivist. Mikil náttúrufegurð er við vatnið en vekja ber athygli á að mikið er af mýflugum við vatnið. Veiðisvæðið spannar allt Hítarvatn en mjög góð silungsveiði er í vatninu, bæði urriði og bleikja og eru dæmi þess, að veiðimenn komi heim með yfir hundrað fiska eftir ...

Lesa meira »

Frostastaðavatn

Frostastaðavatn

Frostastaðavatn er eitt af Framvötnunum svokölluðu sunnan Tungnaár í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið liggur í um 570 metrum yfir sjávarmáli, er um 2.5 km2 að flatarmáli og er því stærsta vatnið sem er í nágrenni Landmannalauga. Umhverfi Frostastaðavatns er afskaplega fallegt og einkennist helst af hrauni sem umlykur það úr flestum áttum. Í vatninu er gríðarlegur fjöldi ...

Lesa meira »

Þingvallavatn

Þingvallavatn

Góð aðstaða fyrir veiðimenn Búið er að setja upp mjög góða aðstöðu fyrir veiðimenn og tjaldgesti við Vatnskot. Þar eru  smáhýsi með snyrti- og eldunaraðstöðu og upplýsingum um vatnið og lífríki þess. Veiðiaðstaða er fyrir hreyfihamlaða og gott aðgengi að vatninu. Handhöfum Veiðikortsins er heimilt að veiða fyrir landi þjóðgarðsins frá Arnarfelli að Öxarárósi gegnt Valhöll. Öll veiði í Öxará ...

Lesa meira »

Úlfljótsvatn – Vesturbakkinn

Úlfljótsvatn er einstaklega skemmtilegt veiðivatn sem er staðsett í Grafningi, sunnan Þingvallavatns. 65 km fjarlægð frá Reykjavík ef farið er um Hellisheiði eða Þingvelli en 40 km. ef farin er svokölluð Nesjavallaleið. Úlfljótsvatn er í raun efsti hluti Sogsins, milli Írafoss- og Steingrímsstöðvar. Veiðisvæðið er vestari hluta vatnsins að undanskildu því landsvæði sem Útilífsmiðstöð Skáta hefur til umráða. Úlfljótsvatn er ...

Lesa meira »

Leirá í Leirársveit

Leirá er í Leirársveit er lítil og viðkvæm tveggja stanga laxveiði- og sjóbirtingsá í ægifögru umhverfi. Hún er einungis í um 40 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík. Skammt frá Laxá í Leirársveit sem er mun þekktari en Leirá, og nýtur góðs af nærveru hennar. Áin er frekar nett veiðiá og er mikilvægt að fara varlega um bakka hennar til að ná ...

Lesa meira »

Baugstaðarós við Stokkseyri

Baugstaðarós - Veiðistaðavefurinn

Fiskurinn er blandaður að stærð eða frá 1 pundi upp í 16 punda bolta. Þegar göngur koma í Baugstaðarós er oft mjög líflegt og má segja að ósinn kraumi af fiski þegar mest er um að vera.Nokkrir laxar koma einnig á land á hverju sumri, flestir á bilinu 5-10 pund. Þá er ótalin sjóbleikja sem lítillega verður vart við bæði ...

Lesa meira »

Langá á Mýrum – Full

Langá á Mýrum er lindá, sem rennur úr Langavatni í Langavatnsdal. Skammt fyrir neðan brúna á þjóðveginum er í ánni Sjávarfoss, þangað sem gætir sjávarfalla og nokkru ofar fossinn Skuggi. Í minni Grenjadals er mikill laxastigi við Sveðjufoss og annar hjá fossinum Skugga og nokkru neðar við brúna er Langárfoss, þekktur laxveiðistaður. Urriðaá fellur í Langá á leirum við ósinn ...

Lesa meira »

Hólsá – Borgarsvæði

Hólsá – Borgarsvæði er þekkt veiðisvæði neðst í vatnakerfi Rangánna, og tekur við frá neðsta svæði Ytri Rangá og nær niður á veiðisvæði Hólsá – Vesturbakki. Svæðið er í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík, en ekið er niður Þykkvabæjarveg áður en komið er inn á Hellu. Svæðið hefur hingað til verið veitt með 4 stöngum, en með breytingum er ...

Lesa meira »