Heim / Author Archives: Vignir Arason (page 8)

Author Archives: Vignir Arason

Sléttuhlíðarvatn í landi Hrauns

Sléttuhlíðarvatn er við þjóðveg 76, rétt norðan við Hofsós og er jafnframt um hálftíma akstur frá Siglufirði. Sléttuhlíðarvatn er í um 360 km fjarlægð frá Reykjavík, 21 km frá Hofsósi og 50 km frá Sauðárkróki. Sléttuhlíðarvatn er 0,76 km2 að stærð og í 14 m. hæð yfir sjávarmáli. Í vatninu eru bæði sjógengnir og staðbundnir fiskar og veiðist sjóbleikja og ...

Lesa meira »

Ljósavatn í S-Þingeyjasýslu

Ljósavatn

Ljósavatn er í Ljósavatnsskarði, Suður-Þingeyjarsýslu, rétt austan við Akureyri, er í 105 m hæð yfir sjávarmáli og mælist um 3,2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er um 35m og er meðaldýpi um 10 m. Ljósavatn er mjög vinsælt meðal veiðimanna og mjög hentugt fyrir fjölskyldur. Þjóðvegur 1 liggur meðfram vatninu. Í Ljósavatn falla margir lækir og má þar nefna Geitá ...

Lesa meira »

Kringluvatn í Suður-Þingeyjarsýslu

Kringluvatn er í Suður-Þingeyjarsýslu og er u.þ.b. 0,6 km2 að stærð og í tæplega 270 m. yfir sjávarmáli. Úr vatninu fellur Geitafellsá í Langavatn. Mesta dýpi er um 12 m. Mjög góð dorgveiði er einnig í vatninu og geta korthafar veitt allt árið. Vatnið er mjög barnvænt.Vatnið í um 440 km. frá Reykjavík og tæplega 40 km. fjarlægð frá Húsavík. ...

Lesa meira »

Syðridalsvatn við Bolungarvík

Syðridalsvatn

Syðridalsvatn er í Bolungavík við Ísafjarðardjúp og er um 1 km2 að stærð og liggur um 3 metra fyrir ofan sjávarmál. Leiðin til Bolungavíkur er um 470 km. ef ekið er um Arnkötludal, á bundnu slitlagi frá Reykjavík. Þaðan eru aðeins nokkrir km í Syðridalsvatn. Syðridalsvatn er mjög gott veiðivatn en mikið af sjógengnum fiski, s.s. sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi ...

Lesa meira »

Laxárvatn í Dölum

Laxárvatn er á Laxárdalsheiði í Dölum í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 30 km fjarlægð frá Búðardal. Laxá í Dölum á upptök sín í Laxárvatni. Vatnið er um 0,5 km2 að stærð og í um 150m hæð yfir sjávarmáli. Ekið er um Bröttubrekku í áttina að Búðardal, ef komið er að sunnan, annars farið hefðbundnar leiðir frá ...

Lesa meira »

Langavatn á Mýrum

Langavatn á Mýrum

Langavatn á Mýrum liggur í sunnanverðum Langadal í Mýrasýslu, norðaustur af Grímsstaðamúla. Langavatn á Mýrum erum 5,1 km2 að flatarmáli og hefur verið mælt allt að 36 metra djúpt, þegar mest er í því. Það liggur 215 metra yfir sjávarmáli í fallegu umhverfi. Þangað rennur Langavatnsá að norðan, en Beilá að austan. Úr suðvesturhorni þess fellur hin kunna Langá til ...

Lesa meira »

Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi

Hraunsfjarðarvatn er á Snæfellsnesi, við hliðina á Baulárvallarvatni, í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 15 km fjarlægð í suður frá bæði Grundarfirði og Stykkishólmi, á leið frá Vegamótum í norður. Hraunsfjarðarvatn er um 2,5 km2 að stærð og 84 m. djúpt, þar sem það er dýpst. Hraunsfjarðarvatn er í um 207 m. yfir sjávarmáli. Þaðan rennur Vatná ...

Lesa meira »

Haukadalsvatn í Haukadal

Haukadalsvatn er í Haukadal, skammt frá Búðardal í um 140km fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er um Bröttubrekku og þaðan upp þjóðveg 587, rétt áður en komið er að Haukadalsá. Haukadalsvatn er um 3,2 km2 að stærð, í 37 m. hæð yfir sjávarmáli og er mesta dýpi um 40 m. Í vatninu er mest um 1-2 punda sjóbleikju, sem gengur upp ...

Lesa meira »

Baulárvallavatn á Snæfellsnesi

Baulárvallavatn er á Snæfellsnesi, um 160 km fjarlægð frá Reykjavík, um 15 km í suður frá bæði Grundarfirði og Stykkishólmi, á leið frá Vegamótum í norður. Nýja vatnaleiðin á Snæfellsnesi gerir það að verkum, að hægt er að aka alveg upp að vatninu. Baulárvallavatn er um 1,6 km2 að stærð og 47 metra djúpt, þar sem það er dýpst. Vatnið ...

Lesa meira »

Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði

Vatnsdalsvatn er í Vatnsfirði á Barðaströnd og er um 2,2 km2 að flatarmáli, 8 m. yfir sjávarmáli og er mesta dýpi um 30 m. Vatnið er um 2,6 km. að lengd og um 1 km. þar sem það er breiðast. Mjög aðdjúpt er vestan megin við Vatnsdalsvatn en aðgrynnra að austan. Talað er um að þetta svæði sé með þeim ...

Lesa meira »

Þveit við Hornafjörð

Þveit er í Nesjahreppi í Austur-Skaftafellssýslu. Það er í um 450 km. fjarlægð frá Reykjavík og um 10 km. frá Höfn í Hornafirði. Þveit liggur við þjóðveg 1, þannig að aðgangur er auðveldur. Þveit er 0,91 km2 að flatarmáli, 2 m. hæð yfir sjávarmáli. Myllulækur og Skrápslækur renna í vatnið og Þveitarlækur úr því. Fiskgengt er á milli vatns og ...

Lesa meira »

Mjóavatn í Breiðdal

Mjóavatn

Mjóavatn er í 600 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 75 km frá Egilsstöðum, og er staðsett í Breiðdal við þjóðveg 1, skammt frá Breiðdalsvík. Vatnasvæðið, sem inniheldur Kleifarvatn og Mjóavatn, er stutt frá þjóðvegi 1 og í námunda við Breiðdalsvík, á móts við eyðibýlið Ytri-Kleif. Stærð Kleifarvatns er tæplega 1 km2. en Mjóavatns um 0,15 km2. Í Mjóavatni má ...

Lesa meira »

Kleifarvatn í Breiðdal

Kleifarvatn í Breiðdal er í 600 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 75 km frá Egilsstöðum, og er staðsett í Breiðdal við þjóðveg 1, skammt frá Breiðdalsvík. Vatnasvæðið, sem inniheldur Kleifarvatn og Mjóavatn, er stutt frá þjóðvegi 1 og í námunda við Breiðdalsvík, á móts við eyðibýlið Ytri-Kleif. Kleifarvatn í Breiðdal er tæplega 1 km2 að flatarmáli. en Mjóavatns um ...

Lesa meira »

Skriðuvatn í Skriðdal

Skriðuvatn er efst í Skriðdal í S-Múlasýslu, og er um 1,25 km² að stærð, dýpst er það um 10 m, og liggur í 155 m hæð yfir sjávarmáli. Í vatnið renna Öxará, Forvaðará og Vatnsdalsá og úr Skriðuvatni fellur Múlaá. Þjóðvegur 1 liggur meðfram Skriðuvatni, sem er í 35 km fjarlægð frá Egilsstöðum, 50 km frá Breiðdalsvík og 50 km ...

Lesa meira »

Urriðavatn við Egilsstaði

Urriðavatn

Urriðavatn er í nágrenni Egilsstaða og er u.þ.b. 1,1 km², dýpst 15 m og í 40 m yfir sjó. Hafralónslækur og Merkilækur renna í Urriðavatn en þaðan er útfall Urriðavatnslækjar. Urriðavatn er í 664 km. fjarlægð frá Reykjavík og 5 km. frá Egilsstöðum. Þjóðvegir 1 og 925 liggja við vatnið. Greiðfært er fyrir alla bíla að vatninu. Það má veiða í ...

Lesa meira »

Sænautavatn á Jökuldalsheiði

Sænautavatn er á Jökuldalsheiði, við Sænautasel, og er með stærri vötnum á Jökuldalsheiði. Stærð þessa góða veiðivatns er 2,3 km², mesta dýpt 23 m og það er í 525 m hæð yfir sjó. Sænautavatn liggur frá norðri til suðurs og bærinn Rangalón, sem fór í eyði 1924 er við norðurenda þess. Sænautavatn er um 600 km. frá Reykjavík, 74 km. frá ...

Lesa meira »

Haugatjarnir í Skriðdal

Haugatjarnir eru í Skriðdal, í um 35km fjarlægð frá Egilsstöðum, og 650 km frá Reykjavík. Um er að ræða tvær tjarnir, sem eru mjög hentugar fyrir fjölskyldur. Þær eru ekki stórar en mjög aðgengilegar. Haugatjarnir geyma mikið af fiski og því sérstaklega skemmtilegar fyrir ungu kynslóðina. Mikið og gott berjaland er við Haugatjarnir. Tjarnirnar eru við bæinn Hauga sem stendur ...

Lesa meira »

Arnarvatn á Melrakkasléttu

Arnarvatn er eitt þriggja vatna  innan Veiðikortsins á Melrakkasléttu. Hin vötnin eru Hraunhafnarvatn, og Æðarvatn. Þessi vötn eru í Norðurþingi á Melrakkasléttu, og er Arnarvatn ferkar smátt og grunnt, eða 1 km² að stærð. Mesta dýpt er um 3 m. Fjarlægð er um 610 km. frá Reykjavík sé farið um Hólaheiði og 5-10 km. frá Raufarhöfn. Fyrir þá sem ætla í Arnarvatn þá er töluverð ganga þangað ...

Lesa meira »

Æðarvatn á Melrakkasléttu

Æðarvatn

Æðarvatn er eitt þriggja vatna innan Veiðikortsins á Melrakkasléttu. Hin vötnin eru Hraunhafnarvatn, og Arnarvatn. Þessi vötn eru í Norðurþingi á Melrakkasléttu, og er Æðarvatn ferkar smátt og grunnt, eða 0.8 km² að stærð. Mesta dýpt er um 3 m. Fjarlægð er um 610 km. frá Reykjavík sé farið um Hólaheiði og 5-10 km. frá Raufarhöfn. Varðandi Æðarvatn þá liggur þjóðvegurinn rétt ofan við nyrðri enda ...

Lesa meira »

Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu

Hraunhafnarvatn er stærst þriggja vatna innan Veiðikortsins á Melrakkasléttu. Hin vötnin eru Æðarvatn, og Arnarvatn, sem eru mun smærri en Hraunhafnarvatn. Þessi vötn eru í Norðurþingi á Melrakkasléttu, og er Hraunhafnarvatn 3,4 km² að stærð, er dýpst um 3 m og liggur í 2 m hæð yfir sjávarmáli. Hraunhafnará rennur í suðurenda vatnsins og frárennslið er um lágt eiði, sem kallast Hestamöl. Þjóðvegur nr. ...

Lesa meira »