villingaholtsvatn.jpg

Villingaholtsvatn

Villingaholtsvatn er í um 80 km fjarlægð frá Reykjavík, í Villingaholtshreppi. Villingaholtshreppur er í Árnessýslu.
Að flatarmáli er Villingaholtsvatn einungis um 0,8 km² að stærð, og er það fremur grunnt, eða einungis um 2 m þar sem það hefur verið mælt dýpst.

Það er töluvert af fiski í vatninu, bæði bleikja og urriði sem eru yfirleitt um 2 pund að stærð.

Þrjár jarðir eiga þarna veiðirétt, Villingholt, Vatnsendi, og Vatnsholt, og hefur fólki yfirleitt verið leyft að veiða þarna á stöng án endurgjalds.
Besta aðgengið að vatninu er frá landi Vatnsenda, en þar er einnig veitt í net.

Ekki fara miklar sögur af góðri stangveiði í Villingaholtsvatni.

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...