Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Víðdalsá – silungasvæði

Víðdalsá – silungasvæði

Víðidalsá er bergvatnsá sem rennur um Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu og er ein þekktasta og besta laxveiðiá landsins, í um 210 km fjarlægð fá Reykjavík. Áin er dragá sem á upptök á Víðidalstunguheiði og Stórasandi og heitir ein upptakakvíslin þar Dauðsmannskvísl.

Silungasvæði Vídalsár er neðsti hluti árinnar áður en hún rennur í Hópið, en þaðan fellur svo Bergós til sjávar.
Þetta er tveggja stanga sjóbleikjusvæði og hefur það löngum verið talið með bestu sjóbleikjusvæðum norðurlands.
Megnið af veiddri bleikju er um 2 – 3 pund, en alltaf veiðist töluvert af stærri bleikjum og er ekki óalgengt að 4 punda bleikjum taki agn veiðimanna.

Veiðitímabilið nær frá 15. júní og til 10. október ár hvert.
Leyfilegt er að veiða á flugu, maðk, og spón

Ekkert veiðihús fylgir veiðileyfum á silungasvæðið en möguleikar eru ýmsir, t.d. í gegnum Ferðaþjónustu Bænda.

x

Check Also

Hrolleifsdalsá

Hrolleifsdalsá er í Hrolleifsdal sem liggur til suðausturs inn í Tröllaskagafjallgarðinn upp frá Sléttuhlíð við austanverðan Skagafjörð. Dalurinn er sagður kenndur við Hrolleif landnámsmann. Áin ...