Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vestfjörðum / Vatnsdalsá í Vatnsfirði

Vatnsdalsá í Vatnsfirði

Vatnsdalsá er nokkuð vatnsmikil á í Vatnsfirði á Barðaströnd í um 340 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnsdalsá á upptök sín í Öskjuvatni rennur í Vatnsdalsvatn og er um 2.5 km löng. Hún rennur svo aftur úr Vatnsdalsvatni til sjávar í um 1 km vegalengd.

Mest veiðist af laxi í ánni, en eitthvað af bleikju og sjóbirtingi en í henni er leyft að veiða á 2 stangir dag hvern út tímabilið sem nær frá júní til 20. september. Gilda leyfin fyrir bæði efri og neðri hluta árinnar.

Veiðin getur verið upp og ofan, allt frá nokkrum löxum upp í kannski 150 laxa á góðu sumri. Algeng stærð laxa í Vatnsdalsá hefur veriuð um 6 pund.
Besti tími til veiða hefur verið þegar stórstreymt er.

Skemmtilegar myndir frá svæðinu:

x

Check Also

Selá í Steingrímsfirði

Selá í Steingrímsfirði er í Strandasýslu á mörkum Hrófbergshrepps og Kaldrananesshrepps í um 275 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis í um 15 km fjarlægð ...