• Vatnamót

    Sjóbirtingsparadís á heimsmælikvarða

  • Vatnamót

    Sjóbirtingsparadís á heimsmælikvarða

Vatnamótin

Vatnamótin - Veiðistaðavefurinn

Vatnamótin eru í nágrenni Kirkjubæjarklausturs í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu í um 285km fjarlægð frá Reykjavík, en einungis 12 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Veiðisvæðið sjálft er svo einungis 8 km sunnan við þjóðveginn sjálfann. Útsýnið frá Vatnamótum er heldur betur glæsilegt, bæði til fjalla og jökla.

Þetta er gríðarlega stórt veiðisvæði og hefur löngum verið rómaður fyrir að vera með þeim gjöfulustu á landinu, en um er að ræða ýmsar ár og lækir sem sameinast og renna niður sandana og sameinast Skaftá. Meðal þeirra áa eru Fossálar, Breiðabakkakvísl, og Hörgsá.

Uppistaða veiðarinnar í Vatnamótum er sjóbirtingur sem er frægur fyrir stærð sína, en fiskar allt að 20 pund hafa veiðst, og oft eru það sjóbirtingarnir í Vatnamótum sem eru þeir stærstu sem veiðast. Einnig er töluvert af bleikju og laxi sem veiðist á ári hverju í Vatnamótum, en aðallega sækjast veiðimenn í sjóbirtingsveiðina.

Veitt er á 5 stangir á dag í Vatnamótum út tímabilið sem nær frá 1. apríl til 20. október ár hvert.
veiðistaðir eru fjölmargir, enda um stórt veiðisvæði að ræða. Og þar sem mestmegnis er um að ræða sandbotn þá getur hann verið síbreytilegur, og því verða veiðimen að leita uppi álitlega staði. Þó er hægt að veiða frá bakkanum á um ca 4 ~ 5 km kafla.

Aðkoman að veiðisvæðunum er nokkuð gott og er hægt að nota fólksbíla alveg niður að bökkum. Þó er ekki ráðlegt að fara á efstu og neðstu svæðin án þess að vera á fjórhjóladrifsbíl.
Til að komast niður að veiðisvæðunum er beygt til hægri við Hraunból, rétt austan við Fossála.

Leyfilegt er að veiða með flugu, maðk, og spón í Vatnamótunum, og ekki er kvóti á veiði.

Gistingu er hægt að fá á Hörgsland sem er í sumarhúsum og herbergjum. Tveggja manna herberi með baði og án baðs, fjögurra manna fjölskyldu herbergi, með baði og þriggja manna herbergi með baði ( rúm fyrir tvo + svefnstóll ). Rúmgóð setustofa. Hvert hús eru með tveim svefnherbergjum og svefnlofti, með tveimur rúmum. Snyrtingu með sturtu, stofa og eldhús, verond og kolagrilli.

Vatnamótin – Skemmtilegar myndir frá svæðinu:

 

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...