Heim / Laxveiði / Laxveiði á Norðurlandi / Tjarnará á Vatnsnesi
  • Tjarnará á Vatnsnesi

    Lítil og viðkvæm laxveiðiá á Vatnsnesi á norð-vesturlandi

Tjarnará á Vatnsnesi

Tjarnará á Vatnsnesi - Veiðistaðavefurinn

Tjarnará er utarlega á vestanverðu Vatnsnesi í um 222 km fjarlægð frá Reykjavík, en Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar.
Áin fellur um 15 km vegalegd um Þorgrímsstaðardal frá upptökum sínum í Vatnsnesfjalli. Tjarnará heitir í raun Tunguá þegar hún fellum um Þorgrímsstaðardal, en breytir svo um nafn og fellur til sjávar sem Tjarnará.

Þessi viðkvæma dragá getur átt það til að þorna vel upp í þurrkatíð, en í henni veiðist bæði silungur og lax sem ganga upp ánna. Nokkuð drjúg bleikjuveiði hefur verið þarna í gegnum árin, en einungis er veitt á eina dagsstöng í Tjarnará.

Meðalveiði samkvæmt þeim tölum sem liggja fyrir eru 113 bleikjur á árunum 2000 til 2008, og um 40 laxar á árunum 1976 til 2011, en þó ber að geta að tölur vantar fyrir nokkur árin. Mest var veiðin 112 laxar árið 1978 og 93 laxar árið 2009 miðað við þær tölur sem liggja fyrir.

Veiði í Tjarnará hefst um miðjan júní og líkur í lok ágúst ár hvert. Leyfð er ein stöng á dag, og er leyfilegt agn bæði maðkur og fluga.
Kvóti hefur verið ákveðinn 2 laxar á stöng á dag, og eftir það er öllum laxi sleppt.

Ekkert aðgengi er fyrir bíla upp með ánni, og verða veiðimenn því að notast við 2 jafnfljóta þegar áin er veidd.

Veiðin hefur mikið til verið nýtt af landareigendum, en einnig eru seld þar veiðileyfi á hóflegu verði.
Best er að hafa samband við landareigendur á bæjunum Tjörn og Tjörn 2 til að kanna með veiðileyfi.

Upphafsmynd: gsig.123.is

Tjarnará – góðar flugur:

x

Check Also

Blanda 2, Austur-Húnavatnssýslu

Blanda 2 er annað svæðið í Blöndu, sem er jökulá í Austur-Húnavatnssýslu á Norðvesturlandi og rennur í gegnum Blönduós, í um 240 km fjarlægð frá ...