Heim / Laxveiði / Laxveiði á Suðurlandi / Sog – Alviðra

Sog – Alviðra

Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd er í ánni, en hún minnkaði þó til muna þegar Ljósafossstöð, fyrsta af þremur virkjunum árinnar, var byggð. Hinar virkjanirnar eru Steingrímsstöð og Írafossstöð. Sogið mætir Hvítá og myndar Ölfusá við Öndverðarnes.

Í Soginu eru tvö stöðuvötn, Álftavatn sem er grunnt og Úlfljótsvatn sem er fyrir neðan Dráttarhlíð sem skilur það frá Þingvallavatni. Álftavatn er eina almennilega vaðið á ánni þangað til hún var brúuð við Alviðru árið 1905.

Leitun er að fallegra veiðivatni en í landi Alviðru við Sog. Alviðra er uppáhald margra stangveiðimanna því svæðið er ægifagurt og stórlaxarnir, sem sjást öðru hverju á „Öldunni“, hafa margri andvöku valdið. Hér, sem annars staðar í þessari mestu bergvatnsá landsins, er kjörið að kasta flugu, bæði stutt og langt. Þetta er vafalaust afar vanmetið svæði.

Veiðisvæðið nær frá Vesturbakka Sogs í landi Alviðru og til austurbakka neðan við brúnna við Þrastalund..

Veitt er á 2 stangir á dag á Alviðrusvæðinu út tímabilið sem nær frá 28. júní til 23. september.

Skemmtilegar myndir frá svæðinu:

x

Check Also

Sog – Þrastarlundur

Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd ...