• Oddastaðavatn

    Skemmtilegt silungsveiðivatn í Hnappadalnum

Oddastaðavatn

Hlíðarvatn og Oddastaðavatn - Veiðistaðavefurinn

Oddastaðavatn er í ákaflega fallegu umhverfi í Hnappadal vestan megin við Hlíðarvatn í um 110 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Borgarnesi er fjarlægðin um 47km. Þetta er ágætt veiðivatn og er um 3 km² að flatarmáli og hefur verið mælt dýpst um 18 m þó meðaldýpið sé mun minna. Hæð yfir sjávarmáli er um 57 m.

Aðkoman að vatninu er ágæt en vatnið liggur meðfram veginum í Heydal.
Í vatnið rennur Hraunholtsá úr Hlíðarvatni og úr því rennur svo hin landsfræga laxveiðiá, Haffjarðará.

Bæði urriði og bleikja eru í vatninu en þó er bleikjan í miklum meirihluta, og mikill fiskur er í vatninu. Urriðinn getur orðið vel vænn í vatninu.

Ekki eru takmarkaðar stangir í vatnið út tímabilið sem nær frá júní og fram á haust.
Leyfilegt er að veiða með flugu, maðk, og spón í Oddastaðavatn.

Eigendur Oddastaðavatns eru eigendur Haffjarðarár, og eru seld dagsleyfi í vatnið í veiðihúsinu við Haffjarðará.

Upphafsmynd er fengin frá Hönnu Rún – http://hannaruna.blog.is/

Oddastaðavatn – vinsælar flugur:

 

x

Check Also

Flóðatangi

Flóðatangi er veiðisvæðið neðst í Norðurá við vatnamót Norðurár og Hvítar. Þetta er mjög aðgengilegt og fallegt tveggja stanga svæði og veiðist þar nokkuð af ...