Miðfjarðarvatn

Miðfjarðarvatn - Veiðistaðavefurinn

Miðfjarðarvatn er staðsett rétt austan við Miðfjarðará í Línakradal í Vestur-Húnavatnssýslu. Þetta er þokkalega stórt vatn, um 1.10 km2 að flatarmáli, en töluvert grunnt, og situr það í tæplega 100 metrum yfir sjávarmáli.
Vatnið liggur rétt sunnan við þjóðveg 1, og er fjarlægðin frá Reykjavík um 190 km, en einungis er skotspölur í vatnið frá Hvammstanga, eða einungis um 9 km.

Í vatninu er silungur, bæði urriði og bleikja, en ekki er stunduð mikil stangaveiði þarna sökum þess hversu vatnið er grunnt og vegna mikils gróðurs.
Netaveiði er stunduð hinsvegar í vatninu af landareigendum, og þeir sem áhuga hafa á að reyna fyrir sér með stöngina er bent á að vera í sambandi við þá.

Miðfjarðarvatns er getið í fornsögum, en ísknattleikar voru haldnir á þessu vatni samkvæmt Grettissögu, þar sem Vatnsnesingar, Víðdælingar, og Miðfirðingar öttu kappi.

Upphafsmynd fengin af vefnum visithunathing.is

Miðfjarðarvatn – veðrið á svæðinu

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...