Laugarvatn

Laugarvatn er stöðuvatn í Laugardal í Bláskógabyggð í um 75 km fjarlægð frá Reykjavík. Við vatnið stendur samnefnt þorp. Vatnið er grunnt með leirkenndan botn. Fara þarf varlega þegar vaðið er úti í vatnið. Mesta dýpi er um 2 metrar.

Möguleiki er að lenda í góðri bleikjuveiði. Gott aðgengi er á flesta veiðistaði. Gott er að veiða þar sem heita vatnið rennur í vatnið fram undan Laugarvatnsþorpinu á vorin. Bleikjan á það til að halda sig í hitaskilunum.

Laugarvatn er í raun samtengt við Hólaá og Apavatn, þar sem er hægt að veiða væna fiska.

Nokkrir bæir eiga land að vötnunum og Hólaánni og selur hver og einn fyrir sínu landi.

Vinsælar flugur:

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...